„Dwight D. Eisenhower“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 39:
Í [[fyrri heimsstyrjöldin]]ni sótti Eisenhower um stöðu í vesturvígstöðvunum í Evrópu en umsókn hans var hafnað og hann var þess í stað settur yfir herdeild sem sá um þjálfun [[Skriðdreki|skriðdreka]]liða. Eftir stríðið gegndi hann herþjónustu undir ýmsum hershöfðingjum og var gerður að fylkishershöfðingja árið 1941. Eftir að Bandaríkin gengu inn í [[seinni heimsstyrjöldin]]a skipaði [[Franklin D. Roosevelt]] árið 1943 Eisenhower yfirhershöfðingja [[Bandamenn (seinni heimsstyrjöldin)|bandamanna]] (enska: ''Supreme Allied Commander'') í Evrópu. Eisenhower var falið að skipuleggja innrásir bandamanna í [[Norður-Ameríka|Norður-Afríku]] og [[Sikiley]]. Hann hafði síðan umsjón yfir [[Innrásin í Normandí|innrásunum í Frakkland]] og [[Þriðja ríkið|Þýskaland]]. Eftir innrásina tók Eisenhower við uppgjöf Þjóðverja í [[Reims]] þann 7. maí árið 1945.<ref name=bls324>{{Bókaheimild|titill=Bandaríkjaforsetar|höfundur=Jón Þ. Þór|útgefandi=Urður bókafélag|ár=2016|bls=324}}</ref>
 
Eftir stríðið var Eisenhower skipaður yfirmaður herforingjaráðs Bandaríkjahers. Hann gegndi því embætti til ársins 1948, en þá sagði hann sig úr hernum og gaf út endurminningar sínar af stríðinu í Evrópu undir titlinum ''Crusades in Europe''. Í bandarísku [[Forsetakosningar í Bandaríkjunum 1948|forsetakosningunum árið 1948]] sóttust báðir stóru stjórnmálaflokkarnir eftir Eisenhower sem forsetaefni og [[Harry S. Truman]], sitjandi forseti Bandaríkjanna úr [[Demókrataflokkurinn|Demókrataflokknum]], gekk svo langt að bjóðast til þess að vera varaforseti Eisenhowers ef Eisenhower vildi bjóða sig fram í hans stað fyrir Demókrata.<ref name=bls324/> Eisenhower afþakkaði boðin og gerðist þess í stað forseti [[Columbia-háskóli|Columbia-háskóla]]. Frá 1951 til 1952 var hann fyrsti yfirhershöfðingi [[Atlantshafsbandalagið|Atlantshafsbandalagsins]].
 
===Forsetatíð (1952–1961)===