„Gilgameskviða“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Stonepstan (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 1:
[[Mynd:GilgameshTablet.jpg|thumb|right|Fleygrúnaspjald með Gilgameskviðu á [[akkadíska|akkadísku]].]]
 
'''''Gilgameskviða''''' er [[söguljóð]] frá [[Mesópótamía|Mesópótamíu]] og eitt elsta ritaða bókmenntaverk sem þekkt er. Fræðimenn telja að kviðan eigi rætur sínar að rekja til flokks [[Súmerar|súmerskra]] [[þjóðsaga|þjóðsagna]] og [[kvæði|kvæða]] um [[goðsögn]]ina og hetjukonunginn [[Gilgames]], sem síðar voru sett saman í lengra kvæði á [[akkadíska|akkadísku]]. Heillegasta eintakið sem til er í dag er varðveitt á tólf [[leirtafla|leirtöflum]] úr [[bókasafn]]i frá [[7. öld f.Kr.]], í eigu assýríska konungsins [[Assúrbanípal]]. Mögulegt er að persónan Gilgames sé byggð á raunverulegum höfðingja á tímabili II. frumkeisaraveldisins á 27. öld f.Kr.
 
Kviðan fjallar um sambandið á milli konungsins Gilgamess, sem orðinn er spilltur af valdi sínu og snauður að hjartagæsku, og vinar hans, Enkídú, sem er hálfgerður villimaður og fer ásamt Gilgamesi í hættulegan leiðangur. Í kvæðinu er sjónum beint talsvert að hugsunum Gilgamess um missi í kjölfar dauða Enkídús. Þráin eftir ódauðleika leikur einnig stórt hlutverk í kviðunni. Hluti hennar segir frá leiðangri Gilgamess, eftir dauða Enkídús, til þess að öðlast ódauðleika.
Lína 9:
Margar og mismunandi upprunalegar heimildir um verkið hafa varðveist og eru þær flestar meira en tvö þúsund ára gamlar, en með því að nota þær elstu í bland við þær sem fram komu síðar á tímum má fá nokkuð góða mynd af efninu, þannig að búa megi til heildstæða þýðingu. Þess vegna er það súmerska útgáfan og síðar akkadíska útgáfan, sem nú er vísað til sem hefðbundinnar útgáfu verksins, Hefðbundna útgáfan er grunnurinn að nútímaþýðingum á verkinu og gamla gerðin er aðeins notuð til uppfyllingar þegar um stórar eyður í [[fleygletur]]stöflunni í hefðbundnu útgáfunni er að ræða.
 
Elsta súmerska gerðin af kvæðinu er frá tíma þriðja keisaraveldisins (2150 – 2000 f.Kr.). Elsta akkadíska gerðin er tímasett í byrjun annarar aldar f.Kr. Hin „hefðbundna“ akkadíska gerð inniheldur tólf töflur, sem seiðpresturinn Sin-liqe-unninni setti saman úr eldri goðsögnum einhvern tímann á árabilinu 1300 til 1000 f.Kr. Hana fann [[Austen Henry Layard]] í bókasafni Assúrbanípals[[Assúrbanípal]]s í [[Niníveh|Níníve]] árið 1849. Hún er rituð á staðlaðri babýlonísku, akkadíska mállýskan var aðeins notuð í bókmenntafæðilegum tilgangi. Mismunurinn á akkadísku og súmersku gerðinni er fólginn í upphafsorðum kvæðanna. Eldri gerðin hefst á orðunum „Bar af öðrum konungum“, en hefðbundna gerðin hefst á „Hann er sá djúpið“. Akkadíska orðið nagbu, „djúpið“, á líklega að vísa til „hins óþekkta og dularfulla“. Eigi að síður heldur fræðimaðurinn [[Andrew George]] því fram að það vísi til hinnar sérstöku þekkingar sem Gilgames öðlaðist á fundi sínum með Uta-Napishiti (Utnapishtim). Hann öðlast þekkingu á því hvernig ber að tilbiðja guðina, hvers vegna dauðinn var áskapaður hinum mennsku, hvað gerir mann að góðum konungi og hvernig ber að lifa góðu lífi. Utnapishtim, hetja goðsagnarinnar um flóðið, segir Gilgames sögu sína, sem tengist babýloníska kvæðinu um Atrahasis en hann var konungur Shuruppak, súmerskar borgar, í kringum 1800 f.Kr., áður en flóðið skall á.
 
== Tólfta taflan ==