„Jeffrey Epstein“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 30:
Árið 2005 tilkynnti fjórtán ára stúlka að Epstein hefði [[Kynferðislegt ofbeldi|misnotað sig kynferðislega]] á setri sínu á [[Palm Beach]]. Hún sakaði hann um að hafa greitt sér 300 dollara í skiptum fyrir að afklæðast og nudda hann. Ellefu mánaða lögreglurannsókn sem fór fram árin 2005-2006 leiddi í ljós að Epstein hefði með skipulögðum hætti tælt til sín fjölda stúlkna sem hann vissi að voru undir lögaldri og greitt þeim fyrir kynlíf. Epstein og tveir aðstoðarmenn hans voru kærðir fyrir barnaníð í maí árið 2006. Epstein gerði samning við fylkissaksóknarann [[Alexander Acosta]] um að játa á sig að hafa haft milligöngu um vændissölu og var fyrir vikið aðeins dæmdur í þrettán mánuða fangelsi. Alvarlegri ákærur sem hefðu getað skilað honum lífstíðardómi voru hins vegar felldar niður.<ref name=brotnar/>
 
Epstein var undir áhrifum af hugmyndum [[Arfbótastefna|arfbótastefnu]] og samkvæmt umfjöllun ''[[The New York Times]]'' um hann hafði hann uppi hugmyndir um að nota glæsibúgarð sinn í [[Nýja-Mexíkó|Nýju-Mexíkó]] sem frjóvgunarmiðstöð þar sem hann gæti frjóvgað fjölda kvenna með sæði sínu.<ref>{{Vefheimild|titill=Epstein sagður hafa viljað kynbæta mannkynið með frjóvgunarmiðstöð á búgarði sínum|höfundur=Kristín Ólafsdóttir|url=https://www.visir.is/g/2019190809940|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|ár=2019|mánuður=1. ágúst|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=19. nóvember}}</ref>
 
Í júlí árið 2019 var Epstein handtekinn í annað sinn og hann ákærður fyrir [[mansal]] eftir endurskoðun á fyrri samningi hans við stjórnvöld.<ref>{{Vefheimild|titill=Ep­stein ákærður fyr­ir man­sal|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2019/07/07/epstein_akaerdur_fyrir_mansal/|útgefandi=[[mbl.is]]|ár=2019|mánuður=7. júlí|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=19. nóvember}}</ref> Hann var sakaður um að stjórna víðfeðmum samtökum sem stunduðu mansal og barnaníð í Flórída og New York.<ref>{{Vefheimild|titill=Lokkaði ung­ar stúlk­ur í glæsi­hýsi sín|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2019/07/08/lokkadi_ungar_stulkur_i_glaesihysi_sin/|útgefandi=[[mbl.is]]|ár=2019|mánuður=8. júlí|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=19. nóvember}}</ref> Í ákæru New York-fylkis gegn Epstein var Epstein sakaður um að hafa skapað víðfemt net fórnarlamba, aðallega stúlkna undir lögaldri, sem hann tældi til sín og greiddi fyrir kynlíf í lúxusíbúðum sínum á Manhattan og Palm Beach í Flórída. Þá hafi hann greitt mörgum þeirra til að finna fleiri fórnarlömb og hafi þannig útvíkkað mansalshringinn sem hann rak.<ref>{{Vefheimild|titill=Fékk stúlk­urn­ar til að finna ný fórn­ar­lömb|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2019/07/08/froadi_ser_medan_thaer_nuddudu_hann/|útgefandi=[[mbl.is]]|ár=2019|mánuður=8. júlí|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=19. nóvember}}</ref>