„Hjól“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
 
Lína 3:
'''Hjól''' er hringlaga hlutur sem er festur á [[öxull|öxul]] sem snýst í [[lega|legu]]. Hjólið er lykilhluti [[öxulhjól]]sins sem er ein af sex [[grunnvél]]um klassískrar vélfræði. Hjól með öxli eru notuð til að flytja þunga hluti eða vinna önnur verk í samsettum vélum þar sem þarf að draga úr [[núningur|núningi]]. Hjól eru lykilþættir í [[talía|talíum]], [[snúningshjól]]um leirkerasmiða, [[stýrishjól]]um á skipum og bílum, og þar fram eftir götunum.
 
Hjól eru mikið notuð í [[flutningar|flutningum]]. HjólÞau draga úr núningi með því að [[rúll]]a um öxul sinn ef [[vægi]] er beitt á þau, til dæmis [[þyngdarafl]]i eða öðrum ytri kröftum eða [[átak]]i. Talið er að hjólið hafi fyrst verið fundið upp í [[Mesópótamía|Mesópótamíu]] á [[Nýsteinöld]] og [[Súmerar]] fundu upp á því að nota snúningshjól í [[leirkeragerð]], en ekki er vitað hvort notkun þess breiddist út þaðan eða hafi þróast í öðrum heimshlutum með sjálfstæðum hætti.
 
{{Stubbur|tækni}}