„Aung San Suu Kyi“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Skráin Myanmar_coup_2021_protest_in_Bangkok_Thailand_01.jpg var fjarlægð og henni eytt af Commons af Ellywa vegna þess að per c:Commons:Deletion requests/File:Myanmar coup 2021 protest in Bangkok Thailand 01.jpg
Lína 41:
 
==Lausn úr fangelsi og stjórnmálaferill==
 
[[Mynd:Myanmar coup 2021 protest in Bangkok Thailand 01.jpg|thumb|right|Stuðningsmenn Aung San Suu Kyi mótmæla valdaráni hersins árið 2021.]]
Árið 2010 hélt herforingjastjórnin kosningar en Lýðræðisfylkingin sniðgekk þær, sem leiddi til þess að stjórnmálaarmur hersins, [[USDP]], vann auðveldan sigur. Stuttu eftir kosningarnar lét herforingjastjórnin loks undan þrýstingi alþjóðasamfélagsins og lét sleppa Aung San Suu Kyi úr haldi. Ríkisstjórnin fór á næstu árum að slaka nokkuð á klónni og árið 2012 fékk Aung San Suu Kyi í fyrsta sinn að bjóða sig fram á þing í aukakosningum þar sem Lýðræðisfylkingin vann 43 af 45 þingsætum sem kosið var um.<ref>{{Vefheimild|titill=Stutt og stormasöm saga lýðræðis í Mjanmar|url=https://www.ruv.is/frett/2021/02/01/stutt-og-stormasom-saga-lydraedis-i-mjanmar|dagur=1. febrúar|ár=2021|útgefandi=[[RÚV]]|mánuðurskoðað=2. febrúar|árskoðað=2021|höfundur=Róbert Jóhannsson}}</ref> Undir lok ársins 2015 voru haldnar frjálsar þingkosningar í landinu þar sem Lýðræðisfylkingin vann stórsigur. Þrátt fyrir afburðasigur Lýðræðisfylkingarinnar fékk Aung San Suu Kyi ekki að taka að sér embætti forseta eða forsætisráðherra vegna ákvæðis sem kvað á um að enginn mætti gegna þessum embættum sem ætti börn með erlent ríkisfang, en báðir synir Aung San Suu Kyi með eiginmani sínum heitnum eru með breskan ríkisborgararétt. Til þess að komast í kringum þessi höft var stofnað nýtt embætti, embætti ríkisráðgjafa, sem Aung San Suu Kyi tók við og gerðist þannig [[ríkisstjórnarleiðtogi]] í landinu.<ref name=stundin/>