„Gamli sáttmáli“: Munur á milli breytinga

Jamm
(Jamm)
(Jamm)
 
'''Gamli sáttmáli''' (eða '''Gissurarsáttmáli''' vegna aðkomu [[Gissur Þorvaldsson|Gissurar Þorvaldssonar]] að honum) var samkomulag Íslendinga við [[Hákon gamli|Hákon gamla]], Noregskonung. Sáttmálinn var gerður 12651262 og fól hann það í sér, að konungur Noregs væri jafnframt konungur Íslands og að Íslendingar væru skattþegnar Noregskonungs. Á móti skuldbatt Noregskonungur sig til þess að halda uppi siglingum til Íslands og skyldu ekki færri en sex skip koma til Íslands frá Noregi árlega með nauðsynjavarning. Þótti þetta vera misjafnlega efnt af hálfu Noregskonungs. Ekki var lokið við að undirrita samninginn fyrr en árið 1264 þegar [[Magnús lagabætir]] var orðinn konungur í Noregi, og er því venjan að tala um að Íslendingar hafi gengið Noregskonungi á hönd árið 1262/64.
 
Konungur taldi Gamla sáttmála fallinn úr gildi eftir [[Kópavogsfundurinn|Kópavogsfundinn]] 1662 og þegar frelsisbarátta Íslendinga stóð sem hæst á 19. öld undir forystu [[Jón Sigurðsson (forseti)|Jóns Sigurðssonar]] forseta, vísaði hann oftar en ekki til ákvæða Gamla sáttmála og hélt því alltaf fram að hann væri í fullu gildi, þó að það væri mjög umdeilt. Þetta var samt hans sterkasta vopn og ásamt öðrum reyndist það bíta.
Óskráður notandi