„Willi Stoph“: Munur á milli breytinga

2 bætum bætt við ,  fyrir 6 mánuðum
ekkert breytingarágrip
(Bjarga 1 heimildum og merki 0 sem dauðar.) #IABot (v2.0.8)
No edit summary
 
Á fyrstu embættistíð sinni sem forsætisráðherra hóf Stoph viðræður við [[Vestur-Þýskaland|vestur-þýska]] [[Kanslari Þýskalands|kanslarann]] [[Willy Brandt]] árið 1970. Viðræður þeirra leiddu til fyrsta fundar milli leiðtoga Austur- og Vestur-Þýskalands.
 
Stoph naut trausts flokksforystunnar til að framkvæma vilja stjórnmálanefndarinnar. Þess vegna hafði Honecker valið hann í annað skipti til að gegna embætti forsætisráðherra.<ref name=saxon1999/> Stoph var að mestu tryggur stuðningsmaður Honeckers. Þótt Stoph væri að nafninu til æðsti maður Austur-Þýskalands var Honecker í reynd valdameiri sem aðalritari Sósíalíska einingarflokksins. Stoph tók engu að síður þátt í samsærinu til að bola Honecker frá völdum í október 1989, þegar kommúnistastjórnin riðaði á barmi hruns. Á fundi stjórnmálanefndarinnar lagði Stoph fram frumvarp að vantrauststillögu gegn Honecker og sá til þess að [[Egon Krenz]] yrði nýr aðalritari.<ref name="Revolution1989">{{cite book|last=Sebetsyen|first=Victor|title=Revolution 1989: The Fall of the Soviet Empire|publisher=[[Pantheon Books]]|location=New York City|year=2009|isbn=978-0-375-42532-5|url-access=registration|url=https://archive.org/details/revolution1989fa00sebe}}</ref> Mánuði síðar sagði Stoph af sér ásamt öllum 44 meðlimum ríkisstjórnarinnar vegna þrýstings frá almenningi. Stoph var síðan handtekinn fyrir spillingu í desember 1989. Til þess að bjarga andlitinu ákvað [[FlokkurLýðræðislegi lýðræðislegs sósíalismasósíalistaflokkurinn]], arftaki Sósíalíska einingarflokksins, að svipta Stoph flokksaðild í janúar 1990. Hann var síðar undanþeginn fangavist af heilsufarsástæðum. Árið 1994 ákvað dómstóll í Berlín að Stoph myndi ekki fá endurgreidd 200.000 [[Þýskt mark|þýsk mörk]] sem höfðu verið gerð upptæk frá honum.
 
Stoph lést í Berlín þann 13. apríl árið 1999 og var þá síðasti eftirlifandi foringi Austur-Þýskalands að Egon Krenz undanskildum.<ref name=saxon1999>{{cite news|last=Saxon|first=Wolfang|title=Willi Stoph, 84, Premier, Twice, in East Germany|url=https://www.nytimes.com/1999/04/22/world/willi-stoph-84-premier-twice-in-east-germany.html|access-date=28 April 2013|newspaper=The New York Times|date=22 April 1999}}</ref> Hann var grafinn í [[Wildau]].