„Berklar“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 23:
 
== Berklar á Íslandi ==
Berklar hafa að öllum líkindum komið til Íslands á landnámsöld en það eru sannfærandi vísbendingar um að það varð landlæg á mismunandi svæðum fljótlega eftir landnámstímann og um miðjan aldur.<ref>[https://www.schweizerbart.de/papers/homo/detail/71/96638/Tuberculosis_in_medieval_Iceland_evidence_from_Hof?af=crossref „Tuberculosis in medieval Iceland: evidence from Hofstaðir, Keldudalur and Skeljastaðir“]</ref> Á meðan berklar jukust hér á landi í upphafi 20. aldar, voru þeir farnir að minnka annars staðar.<ref>[http://mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=571708&searchid=4bc98-4e87-4244a „Ný von vaknaði með starfseminni“, ''Morgunblaðið'' 2011.]</ref>
 
Dánarhlutfall berklasjúklinga á Íslandi var eitt það hæsta í Evrópu. Berklar voru algengasta dánarorsök Reykvíkinga á árunum 1911 – 1925, þeir ollu um fimmtungi allra dauðsfalla á landsvísu. Guðmundur Björnsson, þáverandi héraðslæknir í Reykjavík, átti frumkvæðið að baráttu gegn berklaveiki með því að þýða og gefa út danskan bækling „Um berklasótt“ árið 1898. Þetta var í fyrsta sinn sem leitast var við að fræða almenning á Íslandi um útbreiðsluhætti berkla og varnir gegn sjúkdóminum. Áður hafði almenningur verið með öllu ókunnugt um smithættu og leiðir sjúkdómsins og heilu fjölskyldurnar sýktust og létust.<ref>[http://mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=571708&searchid=4bc98-4e87-4244a „Ný von vaknaði með starfseminni“, ''Morgunblaðið'' 2011.]</ref>