„Alþingiskosningar 2021“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
styttra nafn til að takmarka línuskipti
Lína 476:
 
Vinstri græn, Sósíalistar, Sjálfstæðisflokkurinn og Píratar kröfðust endurtalningar í Suðurkjördæmi vegna þess hve fáum atkvæðum munaði til að breyta úthlutun þingsæta.<ref>[https://www.ruv.is/frett/2021/09/27/fjorir-flokkar-oska-eftir-endurtalningu-i-sudurkjordaemi Fjórir flokkar óska eftir endurtalningu í Suðurkjördæmi - RÚV, 27.9.2021]</ref> Niðurstöður þar breyttust ekki við endurtalningu.<ref>[https://www.ruv.is/frett/2021/09/28/engin-breyting-vid-endurtalningu-i-sudurkjordaemi Engin breyting við endurtalningu í Suðurkjördæmi - RÚV, 28.9.2021]</ref>
 
===Vandkvæði á talningu===
Í kjölfar endurtalningar atkvæða í Norðvesturkjördæmi kom fram margþætt gagnrýni á endurtalninguna og framkvæmd hennar. Að sögn Inga Tryggvasonar, formanns yfirkjörstjórnar í kjördæminu, var ráðist í endurtalningu á öllum atkvæðum vegna þess að í ljós kom misræmi í flokkun atkvæða sem greidd höfðu verið C-lista Viðreisnar.<ref>http://landskjor.is/landkjorstjorn/frettir-tilkynningar/tilkynning-um-urslit-kosninga-til-althingis-25.-september-2021-og-uthlutun-thingsaeta</ref>. Eftir endurtalningu breyttust atkvæðatölur allra framboða lítillega en einnig fjöldi auðra og ógildra seðla sem og heildarfjöldi talinna atkvæða með þeim afleiðingum að úthlutun jöfnunarsæta á landsvísu breyttist verulega.<ref>https://www.ruv.is/frett/2021/09/29/mannleg-mistok-breyttu-ollu-fyrir-tiu-frambjodendur</ref> Í kjölfar endurtalningar gagnrýndi [[Magnús Davíð Norðdahl]], efsti maður á lista Pírata, það að umboðsmaður listans skyldi ekki hafa verið látinn vita af endurtalningunni og að kjörseðlar skuli ekki hafa verið [[innsigli|innsiglaðir]] eftir að fyrri talningu lauk og þar til hafist var handa við endurtalningu.<ref>https://www.frettabladid.is/frettir/segir-alvarlega-agalla-a-talningu-atkvaeda/</ref> Formaður yfirkjörstjórnar staðfesti að kjörseðlarnir hefðu verið skildir eftir í talningarsalnum á Hótel Borgarnesi á þessu tímabili og að salurinn hafi einungis verið læstur en ekki innsiglaður og bar það fyrir sig að slíkt hefði aldrei verið gert.<ref>https://www.frettabladid.is/frettir/kjorgogn-voru-ekki-innsiglud-thad-hefur-aldrei-verid-gert/</ref> Skýrslur yfirkjörstjórna úr öðrum kjördæmum leiddu þó í ljós að Norðvesturkjördæmi var eina kjördæmið þar sem geymslustaður atkvæða var ekki innsiglaður eftir að talningu var lokið.<ref>https://www.mbl.is/frettir/kosning/2021/09/30/innsiglad_alls_stadar_nema_i_nordvesturkjordaemi/</ref>
 
[[Landskjörstjórn]] kom saman 1. október til að úthluta þingsætum og fór þar eftir þeim niðurstöðum sem borist höfðu frá yfirkjörstjórnum í hverju kjördæmi. Landskjörstjórn lét þess þó getið í tilkynningu að að hennar mati hefði: „...ekki borist staðfesting frá yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis á að meðferð og varðveisla kjörgagna á talningarstað í kjördæminu hafi verið fullnægjandi.“ Samkvæmt ákvæðum stjórnarskrár væri það hins vegar eingöngu Alþingi sjálft sem gæti úrskurðað um gildi kosninganna.<ref>http://landskjor.is/landkjorstjorn/frettir-tilkynningar/tilkynning-um-urslit-kosninga-til-althingis-25.-september-2021-og-uthlutun-thingsaeta</ref> Sérstök [[kjörbréfanefnd]] Alþingis hefur það hlutverk að rannsaka kosningakærur og gera tillögu til þingsins um samþykkt eða synjun á kjörbréfum nýkjörinna þingmanna. Þar sem hin eiginlega kjörbréfanefnd er ekki kosin fyrr en þing kemur saman komu flokkarnir sér saman um skipun undirbúningsnefndar kjörbréfa og var [[Birgir Ármannsson]] formaður hennar.<ref>https://www.visir.is/g/20212165200d/skipta-ut-konu-fyrir-karl-vegna-jafn-rettis-sjonar-mida</ref>
 
Tólf kærur hafa borist Alþingi vegna framkvæmdar kosninganna. Fimm þeirra eru frá þeim frambjóðendum sem voru inni á þingi samkvæmt lokatölum til fjölmiðla að morguninn eftir kjördag en duttu út fyrir aðra fimm frambjóðendur úr sömu flokkum þegar niðurstöður endurtalningur í Norðvesturkjördæmi urðu ljósar. Ein er frá oddvita pírata í Norðvesturkjördæmi. Aðrar kærur eru frá almennum borgurum, þar á meðal frá [[Katrín Oddsdóttir|Katrínu Oddsdóttur]] og [[Þorvaldur Gylfason|Þorvaldi Gylfasyni]].<ref>https://www.mbl.is/frettir/kosning/2021/10/15/althingi_hefur_birt_kaerurnar/</ref>
 
== Markverðir áfangar ==