„Afganistan“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m bætti við inngang
Lína 64:
Eftir áratuga óstjórn og stríðsrekstur býr Afganistan við útbreidda [[fátækt]], [[vannæring]]u barna og [[hryðjuverk]]astarfsemi. Hagkerfi Afganistan er það 96. stærsta í heimi en landið er í neðstu sætum yfir verga landsframleiðslu á mann. Þrátt fyrir að búa yfir ríkulegum náttúruauðlindum er Afganistan eitt af [[vanþróuðustu löndin|vanþróuðustu löndum heims]].
 
==SöguágripSaga==
Segja má að Afganistan sé mitt á milli vesturs og austurs, frá örófi alda hefur fólk ferðast í gegnum landið í ýmsum erindagjörðum, þ.m.t. [[verslun]] og [[fólksflutningar|þjóðflutningar]]. Þess vegna er Afganistan ákaflega menningarlega fjölbreytt land og býr þar fjöldi [[þjóðarbrot]]a. Vegna legu sinnar hefur landið verið talið allmikilvægt og ófáir innrásarherir hafa gert innreið sína í landið. Einnig hafa innlendir höfðingjar á köflum byggt upp mikil veldi. Árið 1747 stofnaði [[Ahmad Shah Durrani]] [[Durrani-keisaradæmið]] með höfuðborg í [[Kandahar]]. Síðar meir var [[Kabúl]] gerð að höfuðborg og stór landsvæði töpuðust til nágrannaríkja. Á [[19. öld]] var Afganistan [[leppríki]] í pólitísku valdatafli milli [[Breska heimsveldið|Breska heimsveldisins]] og [[Rússneska keisaraveldið|Rússneska keisaraveldisins]]. Þann [[19. ágúst]] [[1919]] varð Afganistan sjálfstætt eftir þriðja stríð sitt við Breta um sjálfstæði.