„René Cassin“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
Lína 26:
René Cassin fæddist í borginni [[Bayonne]] í [[Pyrénées-Atlantiques|Basses-Pyrénées]] í [[Frakkland]]i og var kaupmannssonur af [[Gyðingar|gyðingaættum]]. Cassin nam lögfræði við [[Parísarháskóli|Parísarháskóla]] og aðra franska háskóla og útskrifaðist með lögfræðipróf árið 1908. Hann hlaut doktorsgráðu í lögum, hagfræði og stjórnmálum árið 1914 og varð prófessor við lagadeild [[Háskólinn í Lille|Háskólans í Lille]] árið 1919. Hann hóf störf sem prófessor við Parísarháskóla næsta ár.<ref name=lögfræðingar>{{Vefheimild|titill=René Cassin|url=https://timarit.is/page/4897089|útgefandi=''[[Tímarit lögfræðinga]]''|ár=1976|mánuður=1. maí|árskoðað=2020|mánuðurskoðað=16. mars|höfundur=Sigurgeir Sigurjónsson}}</ref>
 
Cassin barðist í [[fyrri heimsstyrjöldin]]ni og særðist illa af sprengjubroti. Eftir stríðið var Cassin á árinumárunum 1924 til 1936 fulltrúi Frakka hjá [[Þjóðabandalagið|Þjóðabandalaginu]].<ref name=lögfræðingar/>
 
Eftir [[Orrustan um Frakkland|ósigur Frakklands]] árið 1940 í [[Seinni heimsstyrjöldin|síðari heimsstyrjöldinni]] flúði Cassin til London og gekk til liðs við útlegðarríkisstjórn [[Frjálsir Frakkar|Frjálsra Frakka]] undir forystu [[Charles de Gaulle]]. Cassin varð dóms- og menntamálaráðherra í útlegðarstjórninni og starfaði auk þess sem lögfræðiráðgjafi de Gaulles í málefnum sem vörðuðu samninga við bresku ríkisstjórnina og viðurkenningu á lagalegri stöðu frönsku útlagastjórnarinnar.<ref name=lögfræðingar/>