„Austurrísku hagfræðingarnir“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Bjarga 1 heimildum og merki 0 sem dauðar.) #IABot (v2.0.8
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:Coat of arms of von Mises.gif|thumb|right|Skjaldarmerki Ludwigs von Mises]]
'''Austurrísku hagfræðingarnir''' eiga eins og nafnið sýnir hugmyndalegar rætur að rekja til nokkurra hagfræðinga í [[Austurríki]] á 19. öld. [[Carl Menger]] var einn þeirra hagfræðinga, sem stóðu að „jaðarbyltingunni“ (e. marginal revolution) svonefndu í hagfræði um 1870, en með henni gátu hagfræðingar skýrt verðmyndun á frjálsum markaði betur en áður. [[Menger]] lagði meiri áherslu en starfsbræður hans á þeirri tíð á hlutverk tíma og óvissu. Fyrir honum var samkeppni á markaði þróun frekar en niðurstaða. Líkan nýklassískra hagfræðinga af uppboði, þar sem uppboðshaldari kallaði upp verð, uns hann fyndi jafnvægisverð, þar sem framboð og eftirspurn stæðust á, væri óraunhæft, þar sem enginn einn uppboðshaldari væri til og menn byggju ekki við fulla þekkingu. Einn lærisveinn Mengers, [[Eugen von Böhm-Bawerk]], sem var fjármálaráðherra Austurríkis um skeið og prófessor í hagfræði í [[Vínarháskóli|Vínarháskóla]], gagnrýndi vinnuverðgildiskenningu [[Karl Marx|Karls Marx]] og setti fram flókna kenningu um fjármagn. [[Böhm-Bawerk]] hélt málstofu í [[Vínarháskóli|Vínarháskóla]], sem margir kunnir hagfræðingar sóttu, þar á meðal sósíalistarnir [[Otto Bauer]] og [[Rudolf Hilferding]], en einnig íhaldsmaðurinn [[Joseph Schumpeter]] og frjálshyggjumaðurinn [[Ludwig von Mises]], sem er jafnan talinn helsti leiðtogi austurrísku hagfræðinganna á 20. öld.
 
Mises var kennari [[Friedrich A. von Hayek|Friedrichs A. von Hayeks]], sem er einna nafnkunnastur austurrísku hagfræðinganna, þótt þeir deildu ekki alltaf skoðunum um eðli og aðferðir hagfræðinnar. Þeir Mises og Hayek voru hins vegar hjartanlega sammála um, að víðtækur áætlunarbúskapur eins og sósíalistar hugsuðu sér hann væri óframkvæmanlegur. Segja má, að austurrísku hagfræðingarnir hafi flust frá [[Vínarborg]] til [[New York]], þegar Mises gerðist kennari í [[New York-háskóli|New York-háskóla]], en tveir lærisveinar hans, [[Israel Kirzner]] og [[Murray Rothbard]], hafa haldið áfram rannsóknum í anda hans. Kirzner þykir merkasti „austurríski hagfræðingurinn“ í lok 20. aldar, en hann hefur einkum skrifað um það hlutverk, sem framkvæmdamenn gegna í því að afla þekkingar og miðla henni um hagkerfið, en það valdi miklu um sköpunarmátt þess.