„Seðlabanki Bandaríkjanna“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 101:
Árið [[1816]] voru pólitísku öflin aftur farin að hallast að stofnun miðstýringarbanka. Þingið stofnaði Annan Banka Bandaríkjanna (e. Second Bank of the United States) það sama ár. Árið [[1828]] var [[Andrew Jackson]] kjörinn [[Forseti Bandaríkjanna|forseti]]. Hann var mikill andstæðingur miðstýringarbanka og hét því að leggja hann niður. Eftir nokkurra ára baráttu tókst honum árið [[1833]] að taka allar fjárheimildir frá bankanum og þegar stofnlöggjöf bankans endaði árið [[1836]] var hún ekki endurnýjuð og bankinn var þar með úr sögunni.<ref name="Andrew Jackson shuts down Second Bank of the U.S.">{{vefheimild|titill=Andrew Jackson shuts down Second Bank of the U.S.|url=http://www.history.com/this-day-in-history/andrew-jackson-shuts-down-second-bank-of-the-us|publisher=history.com|mánuðurskoðað=27.október|árskoðað=2014}}</ref>. Jackson sagði eftirminnilega við þingið árið 1836 ,,djörf tilraun núverandi banka til að ná valdi á ríkisstjórninni ... er einungis fyrirboði þeirra örlaga sem bíða borgara Bandaríkjanna skuli þau vera blekkt í endurreisn þessarar stofnunar eða stofnsetningu annarrar sambærilegrar".<ref>{{vefheimild|titill=Famous Quote from Andrew Jackson|url=http://quotes.liberty-tree.ca/quote/andrew_jackson_quote_cd04|publisher=Liberty-Tree.ca|mánuðurskoðað=27. október|árskoðað=2014}}</ref>
 
Fram til ársins [[1863]] störfuðu frjálsir og ríkisreknir bankar sem gáfu út gjaldmiðil á [[Gullfótur|gullfæti]]. Árið 1863 í [[Bandaríska borgarastríðið|borgarastíðinu]] var þjóðlega bankabandalagið (e. National Banking Act) stofnað. Það setti á laggirnar sameiginlegan gjaldmiðil studdan af Bandarískum ríksskuldabréfum. Þrátt fyrir það einkenndist efnahagslífið af óstöðugleika og vantrausti til bankakerfisins. Árið 1893 leiddi hrun bankakerfisins til verstu kreppu sem þá hafði riðið yfir Bandaríkin og efnahagurinn náði ekki stöðugleika fyrr en viðskiptajöfurinn [[J. P. Morgan]] greip inní. Árið 1907 varð spákaupmennska í [[Kauphöllin í New York|kauphöllinni í New York]] til þess að enn og aftur varð áhlaup á bankana og aftur var það J. P. Morgan sem bjargaði efnahagnum frá algjöru hruni. Á þessum tímapunkti var almenningur í Bandaríkjunum farinn að kalla eftir endurskipulagnigu bankakerfisins. Eftir nokkurra ára skipulagningu og þingumræður skrifaði Woodrow Wilson undir ''Federal Reserve Act'' þann 23. desember 1913 og núverandi seðlabanki Bandaríkjanna varð til. Þann 16. nóvember 1914 voru svo öll 12 umdæmisútibú seðlabankans starfhæf.<ref>{{vefheimild|titill= „History of the Federal Reserve.“|url=http://www.federalreserveeducation.org/about-the-fed/history/|mánuðurskoðað=27. október|árskoðað=2014}}</ref>
 
== Seðlabankastjórar frá upphafi ==