„Úkraína“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 44:
| símakóði = 380
}}
'''Úkraína''' ([[úkraínska]]: Україна/Úkrajína) er land í [[Austur-Evrópa|Austur-Evrópu]]. Úkraína er næststærsta Evrópulandið á eftir [[Rússland]]i. Landið á landamæri að [[Rússland]]i í austri og norðaustri, [[Hvíta-Rússland]]i í norðri og [[Pólland]]i, [[Slóvakía|Slóvakíu]], [[Ungverjaland]]i, [[Rúmenía|Rúmeníu]] og [[Moldóva|Moldóvu]] í vestri. Úkraína á strönd að [[Svartahaf]]i og [[AsovshavAsovshaf]]i í suðri. Landið er rúmir 600 þúsund km² að stærð með rúmlega 40 milljón íbúa. Það er 8. fjölmennasta land Evrópu. [[KyivKíev]] er stærsta borgin og höfuðborg landsins.
 
Ummerki um mannabyggð þar sem Úkraína er nú eru allt að 34.000 ára gömul. Á [[miðaldir|miðöldum]] var landið miðstöð menningar [[Austur-Slavar|Austur-Slava]] og varð hluti af [[Garðaríki]]. Garðaríki klofnaði í mörg minni furstadæmi á 13. öld, og eftir innrásir [[Mongólar|Mongóla]] tókust ýmsar þjóðir á um yfirráð yfir landinu, þar á meðal [[Pólsk-litháíska samveldið]], [[Tyrkjaveldi]] og [[Rússneska keisaradæmið]]. [[Höfuðsmannsdæmi kósakka]] var stofnað þar á 17. öld, en landinu var á endanum skipt milli Póllands og Rússlands. Í kjölfar [[rússneska byltingin|rússnesku byltingarinnar]] 1917 var [[Alþýðulýðveldið Úkraína]] stofnað. Það reyndist skammlíft og eftir [[síðari heimsstyrjöld]] varð vesturhluti þess [[Sovétlýðveldið Úkraína]] sem hluti af [[Sovétríkin|Sovétríkjunum]]. Sovétlýðveldið lýsti yfir sjálfstæði við [[upplausn Sovétríkjanna]] 1991.