„Úkraína“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Lína 56:
 
Eftir fall Rússneska keisaradæmisins [[1917]] lýsti Úkraína yfir sjálfstæði sínu um skamma hríð ([[1917]] – [[1920]]) en var þá innlimað á ný, nú inn í [[Sovétríkin]]. [[Hungursneyðin í Sovét-Úkraínu|Tvær manngerðar hungursneyðir]] riðu yfir landið ([[1921]] – [[1922]] og [[1932]] – [[1933]]) þegar [[samyrkjubúskapur]] var innleiddur með valdi í landinu, yfir átta milljónir manna létu lífið í þessum hörmungum. Úkraína varð að blóðugum vígvelli í [[Síðari heimsstyrjöld]] þar sem herir [[Þýskaland]]s og Sovétríkjanna börðust hatrammri baráttu sem kostaði sjö til átta milljónir mannslífa. Sjálfstæði náðist á ný með falli Sovétríkjanna [[1991]] en mörg vandamál blasa við hinu unga lýðveldi. Völd ríkisins eru enn þá gríðarleg og spilling er mikil sem hefur tafið fyrir efnahagsumbótum, [[einkavæðing]]u og innleiðslu [[Mannréttindi|borgaralegra réttinda]].
 
== Landfræði ==
[[File:Говерла з Кукула.jpg|thumb|right|Útsýni yfir [[Úkraínsku Karpatafjöll|Karpataþjóðgarðinn]] og [[Hoverla]] sem er hæsta fjall Úkraínu, 2.061 metrar á hæð.]]
Úkraína er stórt land í [[Austur-Evrópa|Austur-Evrópu]] og liggur að mestu leyti á [[Austur-Evrópusléttan|Austur-Evrópusléttunni]]. Úkraína er annað stærsta Evrópulandið á eftir Rússlandi. Landið er 603.628 km² að stærð með 2.782 km langa strandlengju við [[Svartahaf]] og [[Asovshaf]].<ref name="cia">{{cite web |url=https://www.cia.gov/the-world-factbook/countries/ukraine/ |title=Ukraine |access-date=24 December 2007 |date=13 December 2007 |website=[[CIA World Factbook]]}}</ref> Úkraína er milli 44. og 53. breiddargráðu norður og 22. og 41. lengdargráðu austur.
 
Landslag Úkraínu einkennist af frjósömum sléttum (eða [[gresja|gresjum]]) og hásléttum, sem margar ár renna um á leið sinni til Svartahafs. Meðal þeirra eru [[Dnjepr]], [[Siverskíj Donets]], [[Dnjestr]] og [[Bogfljót]]. Í suðvestri liggja landamæri Úkraínu að Rúmeníu við [[Dónárósar|Dónárósa]]. Einu fjöll Úkraínu eru [[Karpatafjöll]] í vestri. Hæst þeirra er [[Hora Hoverla]], 2061 metrar á hæð, og [[Krímfjöll]] á Krímskaga, syðst við ströndina.<ref>{{cite web |url=http://www.britannica.com/eb/article-30093/Ukraine |archive-url=https://web.archive.org/web/20080115052701/http://www.britannica.com/eb/article-30093/Ukraine |archive-date=15 January 2008 |title=Ukraine – Relief |access-date=27 December 2007 |website=Encyclopædia Britannica (fee required) |url-status=dead}}</ref> Í Úkraínu eru líka hálendissléttur, eins og [[Volyn-Podillia-sléttan]] í vestri, og Dnipro-hálendið við bakka Dnjepr. Í austri eru suðvesturásar [[Mið-Rússlandshásléttan|Mið-Rússlandshásléttunni]] þar sem landamærin að Rússlandi liggja. Donets-hryggurinn og Asovshálendið eru við Asovshaf. [[Snjóbráð]] úr fjöllunum rennur út í árnar og [[foss]]ar myndast þar sem er skarpur hæðarmunur.
 
Helstu náttúruauðlindir Úkraínu eru járngrýti, kol, mangan, jarðgas, olía, salt, brennisteinn, grafít, títan, magnesín, [[kaólín]], nikkel, kvikasilfur, timbur og mikið ræktarland. Þrátt fyrir þessar auðlindir stendur landið frammi fyrir áskorunum í umhverfismálum, eins og skorti á drykkjarvatni, loft- og vatnsmengun og skógeyðingu, auk geislamengunar eftir [[Tsjernóbylslysið]] í norðaustri. Endurvinnsla á eitruðum heimilisúrgangi er skammt á veg komin.<ref>{{cite news |author=Oksana Grytsenko |url=http://www.kyivpost.com/news/nation/detail/118498/ |title=Environment suffers from lack of recycling |newspaper=[[Kyiv Post]] |date=9 December 2011|url-status= dead|archive-url= https://web.archive.org/web/20120105012539/http://www.kyivpost.com/news/nation/detail/118498/ |archive-date=5 January 2012}}</ref>
 
==Héraðaskipting==
Úkraína skiptist í 24 héruð (úkraínska: область), 1 sjálfstjórnarlýðveldi ([[Sjálfstjórnarlýðveldið Krím]]) og 2 borgir með sérstöðu: Kíev og [[Sevastópol]]: