„Lee Atwater“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Bjarga 1 heimildum og merki 0 sem dauðar.) #IABot (v2.0.8
Lína 22:
=== Bush-árin ===
[[Mynd:George h w bush lee atwater jam.JPG|thumb|George H. W. Bush og Lee Atwater skemmta]]
Eftir að hafa þekkt varaforsetann [[George H. W. Bush]] í átta ár á meðan hann vann fyrir [[ríkisstjórn Reagans]] ákvað Bush að velja Atwater til þess að sjá um forsetaframboðsherferðina sína árið 1988. Það var þá sem Atwater blómstraði sem klækjarefur. Atwater tókst að eyðileggja herferð andstæðingsins, [[Michael Dukakis|Michaels Dukakis]], ríkisstjóra [[Massachusetts]]. Það gerði hann með því að birta herskáa auglýsingaherferð þar sem ótal sögusagnir um Dukakis litu dagsins ljós og höfðu stórfelld áhrif á framboð hans til forseta. Ein þessara sögusagna var að leka þeirri ósönnu staðreynd að eiginkona Dukakis hefði brennt bandaríska fánann á unglingsárum. Hins vegar fólst versta og umdeildasta árás Atwaters í því að birta pólitíska auglýsingu sem kölluð var Willie Horton auglýsingin. Í henni kom fram saga [[Willie Horton]], sem var dæmdur morðingi og afplánaði lífstíðardóm í Massachusetts. Hann hafði fengið heimfararleyfi yfir helgi en á meðan á því stóð réðist hann á konu og nauðgaði henni. Í lok auglýsingarinnar er sagt frá því að Dukakis hafi verið á móti því að leggja niður heimfararleyfi fyrir fanga. Þannig var gerð bein tenging milli skoðunar Dukakis og árásarinnar á konuna. Þar sem Willie Horton var [[Svartir Bandaríkjamenn|blökkumaður]] var gjarnan bent á auglýsinguna sem dæmi um [[hundaflautustjórnmál]] þar sem alið var á kynþáttahyggju.<ref>{{Tímarit.is|3332154|Veðjað á það vonda|útgáfudagsetning=25. nóvember 1992|blað=[[Alþýðublaðið]]|höfundur=Ingibjörg Árnadóttir|blaðsíða=7}}</ref> Þetta lamaði forsetaframboðsherferð Dukakis og Bush vann kosningarnar með meirihluta í 40 ríkjum. Eftir þennan árangur veitti Bush Atwater stöðu formanns Landsnefndar repúblikana <ref>[http://www.findagrave.com/cgi-bin/fg.cgi?page=gr&GSln=Atwater&GSbyrel=in&GSdy=1991&GSdyrel=in&GSob=n&GRid=8286& „Lee Atwater“] í ''Find a Grave memorial''. Skoðað 6. nóvember 2012.</ref>
 
== Tíundi áratugurinn ==