„Sólkerfið“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
Lína 2:
'''Sólkerfið''' er heiti á [[sólkerfi]] því sem [[sólin]] og [[jörðin]] tilheyra. Til sólkerfisins heyra [[reikistjarna|reikistjörnurnar]] ásamt [[tungl]]um þeirra, [[dvergreikistjarna|dvergreikistjörnur]], [[smástirni]], [[loftsteinn|loftsteinar]], [[halastjarna|halastjörnur]] og aðrir [[litlir sólkerfishlutir]]. Tveir [[fylgihnöttur|fylgihnettir]] sólarinnar eru stærri en minnsta reikistjarnan, [[Merkúríus (reikistjarna)|Merkúríus]].
 
Sólkerfið myndaðist fyrir 4,6 milljörðum ára við [[þyngdarhrun]] risastórs [[sameindaský]]s. Megnið af [[massi|massa]] sólkerfisins er í sólinni og megnið af því sem eftir er í reikistjörnunni [[Júpíter (reikistjarna)|Júpíter]]. Fjórar innri reikistjörnurnar, Merkúríus, [[Venus (reikistjarna)|Venus]], [[Jörðin]] og [[Mars (reikistjarna)|Mars]] eru [[jarðstjarna|jarðstjörnur]], aðallega gerðar úr bergi og málmum. Fjórar ytri reikistjörnurnar eru [[risareikistjarna|risareikistjörnur]], miklu stærri en innri reikistjörnurnar. Tvær þeirra, [[Júpíter (reikistjarna)|Júpíter]] og [[Satúrnus (reikistjarna)|Satúrnus]], eru [[gasrisi|gasrisar]], aðallega gerðar úr [[vetni]] og [[helín]]i. Ystu reikistjörnurnar tvær, [[Úranus (reikistjarna)|Úranus]] og [[Neptúnus (reikistjarna)|Neptúnus]], eru [[ísrisi|ísrisar]] gerðir úr efnum með tiltölulega hátt bræðslumark, eins og [[vatn]]i, [[ammónía|ammóníuammóníak]]i og [[metan]]i. Allar átta reikistjörnurnar ganga umhverfis sólina á sporöskjulaga sporbrautum sem liggja allar nokkurn veginn á sama fleti sem nefnist [[sólbaugur]].
 
Þrjú stór [[loftsteinabelti]] eru í sólkerfinu, hið fyrsta er á milli Mars og Júpíters, annað er utan við sporbaug Neptúnusar ([[Kuiper-beltið]]) og hið þriðja fer í gegnum [[Oort-skýið]].