Munur á milli breytinga „Skytturnar“

1.073 bætum bætt við ,  fyrir 1 mánuði
ekkert breytingarágrip
 
'''''Skytturnar''''' er [[kvikmynd]] eftir [[Friðrik Þór Friðriksson]] um tvo hvalveiðimenn sem lenda í óreiðu í [[Reykjavík]].
 
Hún er fyrsta leikna kvikmynd Friðriks Þórs í fullri lengd en áður var hann orðinn þekktur fyrir heimildarmyndir á borð við Rokk í Reykjavík og Kúreka norðursins.
 
Myndir segir frá tveimur sjóurum sem eru að koma í land að lokinni hvalveiðivertíð: Búbba, sem leikinn er að Þórarni Óskari Þórarinssyni, feitlaginn, góðhjartaður einfeldningur og Grími Úlfssyni sem telur sig kannski vera svalari toffara en efni standa til.
 
Þeir fara á puttanum til Reykjavíkur án þess að hafa þar að neinu að hverfa. Þeir þvælast á billjardsstofu, fatafellusýningu og bari og reyna að koma sér í húsaskjól hjá ættingjum og fyrrverandi kærustum án þess að vera boðnir velkomnir. Þegar nóttin er orðin dimm og þeir reynast ekki einu sinni aufúsugestir í Hverfissteininum grípa þeir til örþrifaráða.
 
Myndin hefur ýmis af bestu stíleinkennum Friðriks Þórs, skopskyn, næmni fyrir kenjum lands og þjóðar, samstöðu með utangarðsfólki og miðlar íslenskum veruleika með grípandi raunsæi.
 
Handritið er unnið í samstarfi við Einar Kárason og hefur það samstarf síðar skilað fleiri vinsælum verkum.
 
Tónlist er eftir Sykurmolana, Hilmar Þór Hilmarsson & Bubba Morthens.
 
[[Mynd:Skytturnarmbl.jpg|thumb|left|Auglýsing úr Morgunblaðinu]]
1.516

breytingar