Munur á milli breytinga „Háhyrningur“

330 bætum bætt við ,  fyrir 3 mánuðum
 
Háhyrningar hafa verið veiddir um allan heim en þó í litlum mæli. Fiskimönnum hefur verið í nöp við þá vegna tjóns á veiðarfærum og afla. Háhyrningar hafa verið veiddir lifandi í talsverðum mæli til að hafa til sýnis í [[Dýragarður|sædýrasöfnum]]. Við Ísland voru 63 dýr veidd í þessum tilgangi á árunum 1976 - 1989 og var það frægasta [[Keiko]]. Hann var veiddur um 1980 og drapst 2003 eftir misheppnaða tilraun til að enduraðlaga hann að villtu lífi.
 
Óvíst er um heildarfjölda háhyrninga í heiminum en talning 1987-1989 við í Norðaustur-Atlantshafi, það er við Ísland, [[Noregur|Noreg]] og [[Færeyjar]], sýndi að þar voru um 13 þúsund dýr.<ref>NAMMCO 1994</ref> Fjöldinn við Ísland var talinn um 5500 dýr.<ref>Þorvaldur Gunnlaugsson og Jóhann Sigurjónsson 1990</ref> Við hvalatalningu árið 2015 var talið að tæplega 15.000 dýr lifðu í Norður-Atlantshafi.<ref>Ágúst Ingi Jónsson, „[https://www.mbl.is/200milur/frettir/2021/01/24/yfir_300_thusund_storhveli_i_n_atlantshafi/ Yfir 300 þúsund stórhveli í N-Atlantshafi]“, Mbl.is 24. janúar 2021 (skoðað 7. október 2021).</ref>
 
== Neðanmálsgreinar ==
2.486

breytingar