Munur á milli breytinga „Aftaka“

148 bætum bætt við ,  fyrir 2 mánuðum
Bjarga 1 heimildum og merki 0 sem dauðar.) #IABot (v2.0.8.1
m (Sérfærsla sköpuð fyrir Aftökur á Íslandi, efni flutt þangað)
(Bjarga 1 heimildum og merki 0 sem dauðar.) #IABot (v2.0.8.1)
 
Það telst aftaka þegar manneskja er drepin til uppfyllingar á [[Dauðarefsing|dauðadómi]] lögmæts [[Dómstóll|dómstóls]]. Til framkvæmdar á dauðarefsingu hafa mörg ríki beitt ''opinberum aftökum'', og er almenningur þá hvattur til að fylgjast með aðgerðinni, enda er refsingunni þá ekki aðeins beint gegn hinum dæmda heldur ætlað að fæla aðra frá sömu brotlegu breytni. (Sjá nánar færslu um [[Dauðarefsing|dauðarefsingar]].) Þegar dauðarefsing og aftökur tíðkuðust á Íslandi, á tímabilinu [[1550]] til [[1830]], var ekki óalgengt að fyrir alvarlegustu brot væri þess krafist í dómsorði [[Alþingi|Alþingis]] að höfuð brotamanns yrði fest á stjaka að lokinni afhöfðun, og látið standa þar, á opinberum vettvangi, öðrum til viðvörunar.<ref>Skrá á vef rannsóknarverkefnisins ''Dysjar hinna dauðu'', á slóðinni https://dhd.hi.is/gogn/Info.pdf, sótt 15.2.20202.</ref>
 
Þó er ekki sjálfsagt að aftökur á vegum dómstóla séu opinberar. Samkvæmt ársskýrslu mannréttindasamtakanna [[Amnesty International]] yfir dauðadóma og aftökur árið 2018<ref>''Amnesty International Global Report: Death Sentences And Executions 2018'', sótt á vef Amnesty 18.2.2020, hér: https://www.amnesty.org/download/Documents/ACT5098702019ENGLISH.PDF {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20210125132410/https://www.amnesty.org/download/Documents/ACT5098702019ENGLISH.pdf |date=2021-01-25 }}</ref> er talið að kínversk stjórnvöld taki fleira fólk af lífi en stjórnvöld nokkurs annars ríkis og nemi aftökur í [[Kína]] þúsundum á ári. Um þessar aftökur eru þó engin talnagögn aðgengileg, enda eru þær ekki opinberar heldur varðveittar sem ríkisleyndarmál.
 
== Aftökur í tengslum við hernað ==