„Hildur Sverrisdóttir“: Munur á milli breytinga

ekkert breytingarágrip
(Ný síða: '''Hildur Sverrisdóttir''' (f. 22. október 1978) er íslenskur lögfræðingur og alþingismaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. == Ævi og störf == Hildur fæddist í Stokkhólmi í Svíþjóð og foreldrar hennar eru Sverrir Einarsson (1948-1998) kennari og rektor Menntaskólans við Hamrahlíð og Rannveig Auður Jóhannsdóttir (f. 1949) kennari o...)
 
Ekkert breytingarágrip
Hildur fæddist í [[Stokkhólmur|Stokkhólmi]] í [[Svíþjóð]] og foreldrar hennar eru Sverrir Einarsson (1948-1998) kennari og rektor [[Menntaskólinn við Hamrahlíð|Menntaskólans við Hamrahlíð]] og Rannveig Auður Jóhannsdóttir (f. 1949) kennari og lektor á menntavísindasviði [[Háskóli Íslands|Háskóla Íslands]].
 
Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 2000, lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 2008 og hlaut réttindi sem héraðsdómslögmaður árið 2009. Hildur var framkvæmdastjóri Jafningjafræðslunnar frá 1997-2000, starfaði á lögmannsstofunni Ambrose Appelbe Solicitors í London frá 2001-2003 og var framkvæmdastjóri Reykjavík Dance Festival árið 2007. Hún starfaði sem lögfræðingur og lögmaður hjá fjölmiðlafyrirtækinu [[365 miðlar|365]] frá 2007-2012, var varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík frá 2010-2016 og borgarfulltrúi frá 2016-2017.<ref name=":0">[https://www.althingi.is/altext/cv/is/?nfaerslunr=1279 „Alþingi Hildur Sverrisdóttir - Æviágrip“] (skoðað 26. september 2021)</ref> Hildur tók sæti á Alþingi við andlát [[Ólöf Nordal|Ólafar Nordal]] árið 2017 en náði ekki kjöri í alþingiskosningunum síðar sama ár. Í janúar árið 2018 var Hildur ráðin aðstoðarmaður [[Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir|Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur]] ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.<ref>Kjarninn.is, „[https://kjarninn.is/frettir/2018-01-10-hildur-sverrisdottir-radin-adstodarmadur-thordisar-kolbrunar/ Hildur Sverrisdóttir ráðin aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar“] (skoðað 26. september 2021)</ref> Hildur var kjörin á þing í alþingiskosningunum í september árið 2021.
 
Hildur var ritstjóri bókarinnar Fantasíur sem kom út árið 2012 og var Bakþankapistlahöfundur í Fréttablaðinu frá 2013 - 2016.<ref name=":0" />
2.529

breytingar