„Carl Menger“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Hreingerningar
Tenglar
Lína 1:
[[Mynd:CarlMenger.png|thumb|right|Carl Menger]]
'''Carl Menger''' (28. febrúar 1840 - 26. febrúar 1921) var Austurrískur hagfræðingur, stofnandi [[Austurrísku hagfræðingarnir|Austurríska skólans]] og einn frumkvöðla [[HagfræðiNýklassísk hagfræði|Nýklassískrar hagfræði.]] Framlög hans til jaðargreiningar og jaðarábata (e. marginal utility) léku lykilhlutverk í byltingar í skilningi hagfræðinga á verðmyndun og kenningum um virði vöru og framleiðsluþátta. Jaðarbyltingin kollvarpaði kenningum [[Klassísk hagfræði|klassískra hagfræðinga]] sem lögðu áherslu á framleiðslukostnað og beindi sjónum að neytandanum.<ref>{{Cite web|url=https://mises.org/library/biography-carl-menger-founder-austrian-school-1840-1921|title=Biography of Carl Menger: The Founder of the Austrian School (1840-1921)|last=kanopiadmin|date=2014-08-18|website=Mises Institute|language=en|access-date=2021-09-17}}</ref>
 
== Ævi ==
Carl Menger var fæddur í [[Nowy Sącz]] í [[Pólland|Póllandi]] þann 28. febrúar árið 1840. Menger kom úr efnaðri og menntaðri fjölskyldu, faðir hans var lögfræðingur og móðir hans úr virtri kaupmannafjölskyldu. Menger lærði [[lögfræði]] við Háskólann í [[Prag]] og [[Vín (Austurríki)|Vín]]. Síðar meir lauk hann doktorsgráðu í [[Réttarheimspeki]] frá Háskólanum í [[Kraká]], [[Pólland|Póllandi]].<ref>{{Cite web|url=https://www.newworldencyclopedia.org/entry/Carl_Menger|title=Carl Menger - New World Encyclopedia|website=www.newworldencyclopedia.org|access-date=2021-09-17}}</ref> Hann starfaði sem blaðamaður um skeið en lagði hagfræði fyrir sig árið 1867, og var ráðinn prófessor við Vínarháskóla árið 1873. Hann var um skeið einkakennari ríkisarfa Austurríkis[[Austurríki-Ungverjaland|Austurríska keysaradæmisins]], Rudolf von Habsburg.
 
Menger átti son með Hermine Andermann (1869-1924) sem var nefndur [[Karl Menger]] (1902-1985). Karl Menger lagði fyrir sig [[stærðfræði]] og fetaði seinna í fótspor föður síns með því að leggja sitt af mörkum til [[Leikjafræði|leikjafræðinar]] sem telst nú sem grein í bæði stærðfræði og hagfræði.<ref>{{Cite web|url=https://mathshistory.st-andrews.ac.uk/Biographies/Menger/|title=Karl Menger - Biography|website=Maths History|language=en|access-date=2021-09-17}}</ref>
 
== Framlög til hagfræði ==
Framlög hans til jaðargreiningar skipa honum, ásamt [[William Stanley Jevons]] og [[Léon Walras|Marie Esprit Léon Walras]] í röð frumkvöðla jaðarbyltingarinnar og ris Nýklassíska skólans í hagfræði. <ref name=":0">{{Bókaheimild|titill=History of Economic Thought|höfundur=Landreth, H.|höfundur2=Colander, D.|útgefandi=Houghton Mifflin|ár=2002}}</ref> Hans er þó ekki síður minnst sem upphafsmanns Austurrískrar hagfræði. Austurríska hagfræðin er talin hafa byrjað þegar að Menger skrifaði ritið “Grundsätze der Volkswirtschaftslehre” eða Gildi Hagfræðinnar sem kom út árið 1871.<ref>{{Cite web|url=http://www.quebecoislibre.org/06/060430-6.htm|title=CARL MENGER, INDIVIDUALISM, MARGINAL UTILITY, AND THE REVIVAL OF ECONOMICS|website=www.quebecoislibre.org|access-date=2021-09-17}}</ref><ref>{{Cite web|url=http://www.quebecoislibre.org/06/060430-6.htm|title=CARL MENGER, INDIVIDUALISM, MARGINAL UTILITY, AND THE REVIVAL OF ECONOMICS|website=www.quebecoislibre.org|access-date=2021-09-17}}</ref> Menger var mjög gagnrýninn á hugmyndafræði klassískrar hagfræði og hafnað nálgun hennar á eðli efnahagslegs gildis, og þar með ráðandi krafta hagkerfisins.
 
Efnahagslegt gildi vöru felst ekki í verðmæti þeirra framleiðsluþátta og vinnu sem þarf til að framleiða hana, heldur nytjum hennar fyrir neytandann. Verðhlutföll skýrast því hvorki af ólíkum framleiðslukostnaði eða vinnumagni sem varan líkamnar, líkt og vinnugildiskenningar [[Karl Marx]] og [[David Ricardo]]. gerðu ráð fyrir, heldur af ólíkum jaðarnytjum þeirra fyrir neytendur. <ref>{{Cite web|url=http://www.quebecoislibre.org/06/060430-6.htm|title=CARL MENGER, INDIVIDUALISM, MARGINAL UTILITY, AND THE REVIVAL OF ECONOMICS|website=www.quebecoislibre.org|access-date=2021-09-17}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.encyclopedia.com/people/social-sciences-and-law/economics-biographies/carl-menger|title=Carl Menger {{!}} Encyclopedia.com|website=www.encyclopedia.com|access-date=2021-09-17}}</ref>
 
Kenning Menger var að virði vöru ákvarðast af sambandinu milli notagildi vöru og þörf neytanda en ekki að virðið sé innifalið í sjálfri vörunni. Kenning Menger aðgreinist frá kenningum [[William Stanley Jevons]] og [[Léon Walras]] að því leyti að Menger skoðaði bæði heimili og fyrirtæki, þ.e. bæði jaðarkostnað jafnt sem jaðarnytjar.<ref name=":0" />
 
Með því að skoða bæði framboðs- og eftirspurnarhlið vöru komst hann að því að því sem hann taldi vera mikilvægustu túlkunina á kenningunni að báðar hliðar hagnast af viðskiptum. Neytendur fá vöru sem uppfyllir þörf og fyrirtæki hagnast fjárhagslega.<ref>Carl Menger (1840-1921). The Concise Encyclopedia of Economics. Library of Economics and Liberty (2nd ed.). Liberty Fund. 2008</ref>