„Vilfredo Pareto“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
hreingerningar
bætti við tenglum
Lína 1:
[[Mynd:Vilfredo Pareto 1870s.jpg|alt=Vilfredo Pareto |thumb]]
'''Vilfredo Pareto''' (15 júlí 1848 - 19 ágúst 1923) var ítalskur verkfræðingur, félagsfræðingur og hagfræðingur. Framlög Pareto til hagfræðinnar voru margvísleg, þar á meðal framlög til rannsókna á tekjudreifingu og efnahagslegri hagkvæmni. Pareto var lærisveinn [[Léon Walras]] og tók við stöðu hans sem prófessor í hagfræði við Lausanne háskóla í [[Sviss]], og er því oft kenndur við Lausanne-skólann í hagfræði.
 
== Ævi og störf ==
Pareto fæddist í [[París]], en faðir hans, sem var ítalskur markgreifi, hafði flúið Ítalíu vegna stjórnmálaskoðana sinna. Móðir hans var frönsk. Pareto ólst upp á Ítalíu þar sem hann nam bókmenntir, verkfræði og stærðfræði. Innsýn hans og þekking á verkfræði og verkfræðilegu jafnvægi í aflfræði höfðu áhrif á hagfræðikenningar hans.<ref name=":0">{{Bókaheimild|titill=A short History of Economic Thought, Bo Sandelin, Hans-Michaela Trautwein, Richard Wundrak, p. 56-57, Third edition}}</ref>.
 
Á milli áranna 1870 og 1880 starfaði Pareto í viðskiptum og iðnaði. Hann tók virkan þátt í þjóðfélagsumræðunni og skrifaði í anda [[Frjálslyndisstefna|frjálslyndisstefnunnar]]. Hann nam hagfræði hjá Léon Walras, einum af upphafsmönnum jaðargreiningar og [[Nýklassísk hagfræði|nýklassískrar hagfræði]]. Auk rita um hagfræðileg málefni skrifaði Pareto töluvert um félagsfræði og eru framlög hans til félagsfræði síst minni en til hagfræði. Kenningar Pareto í félagsfræði teljast til fyrstu vísindalegu kenninganna í greininni, en þær gengu út á að þjóðfélagsþróun einkenndist ekki af línulegri þróun, heldur endurtæki hún sjálfa sig í ferli hringrásar (e. Social Cycle Theory.)<ref name=":0" />
 
Meðal helstu rita Pareto voru ''Cours d’economie politique'' sem kom út á árunum 1896-7 og fjallaði um tengingu náttúruvísinda og hagfræðinnar. Bókina ''Manual of Political economy'' gaf hann út árið 1906  sem varð síðar grunnur að velferðarhagfræði í jafvægiskenningunni (general equilibrium theory).<ref name=":1">{{Bókaheimild|titill=A companion to the History of Economic Thought, ed.Warren J. Samuels, Jeff E. Biddle, John B.Davis p. 283-288}}</ref>