„Hvalir“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Merki: Breyting tekin til baka Farsímabreyting Breyting frá farsímavef
Merki: Breyting tekin til baka Farsímabreyting Breyting frá farsímavef
Lína 29:
 
=== Fjölgun og lífsferill ===
Xd
Hvalir eru svokölluð legkökuspendýr. Æxlun og líffræðilegur
þroski hvala er eins og hjá okkur mönnunum. Hvalir verða kynþroska þriggja
til tíu ára að aldri, en það er breytilegt milli tegunda. Hvalkýr eru yfirleitt
frjóar einu sinni á ári, oftast á haustin. Meðgangan er yfirleitt 10-14 mánuðir.
Meðgöngunni lýkur með burði og kálfurinn er háður móður sinni um næringu
og vernd fyrstu misserin. Oftast eignast hvalkýrin eitt afkvæmi í einu en fyrir kemur að þær eignist tvö í einu.
 
Þegar kálfurinn fæðist kemur
sporðurinn ætíð fyrst, þar sem kálfurinn fær súrefni í móðurkviði, sem kemur í
veg fyrir að hann drukkni í fæðingu. Þegar kálfurinn er svo alveg fæddur
fer hann strax upp að yfirboði sjávar, með hjálp móður sinnar eða annars hvals,
til þess að ná fyrsta andardrættinum. Hvalkýr hafa enga spena, en til þess að
kálfurinn fái mjólk leggst kýrin á hliðina og sprautar upp í hann mjólkinni.
Kálfar stærri tegunda drekka allt að 250 lítra af mjólk á dag. Þegar þeir fæðast
geta þeir vegið um 1 tonn. Kálfarnir stækka ört og geta þyngst um 100 kg á
sólarhring.
 
Æxlunarhraði stórhvala er ekki
mikill, en stór skíðishvalur kemur einum kálfi til hvals á tveggja til fjögurra
ára fresti. Sumar tegundir ala kálfa sína í hlýjum sjó og eru þar mánuðum
saman. Í byrjun sumars halda hvalirnir svo aftur í kaldari sjó á
heimskautasvæðunum til að nýta sér ríkulegt fæðuframboð þar.<ref>Jón Már Halldórsson. (2002). „Hvernig fjölga hvalir sér?“ Vísindavefurinn. Sótt
<nowiki>5. október 2015. http://visindavefur.is/?id=2538.</nowiki></ref> 
 
=== Fæðunám ===