„Myndprjón“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: '''Myndprjón''' er prjón með Intarsia tækni þar sem myndir eða mynstur eru prjónuð með því að prjóna einn lit í einu, ekki eins og í venjulegu útprjóni (tvíbandaprjóni) þar sem tveir litir eru prjónaðir saman. Tíglamynstur (argyle) á háa skoska sokka var fyrr á tímum prjónað með myndprjóni með sléttu prjóni. Á Íslandi var prjónað myndprjón með garðaprjóni í rósaleppa sem...
 
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:Argyle-sock.jpg|thumb|Skoskir sokkar með tíglamynstri prjónaðir með Intarsia tækni]]
'''Myndprjón''' er prjón með Intarsia tækni þar sem myndir eða mynstur eru prjónuð með því að prjóna einn lit í einu, ekki eins og í venjulegu [[útprjón|útprjóni]] (tvíbandaprjóni) þar sem tveir litir eru prjónaðir saman. Tíglamynstur (argyle) á háa skoska sokka var fyrr á tímum prjónað með myndprjóni með [[slétt prjón|sléttu prjóni]]. Á Íslandi var prjónað myndprjón með [[garðaprjón|garðaprjóni]] í [[rósaleppar|rósaleppa]] sem notaðir voru sem innlegg (íleppar) í [[skinnskór|skinnskó]].