„Jean-Claude Duvalier“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Bjarga 0 heimildum og merki 1 sem dauðar.) #IABot (v2.0.8
Lína 39:
Baby Doc settist að í [[París]] og bjó þar í vellystingum í útlegð sinni í um 25 ár. Auður hans minnkaði nokkuð eftir að Michele skildi við hann árið 1993 en hann var áfram vel stæður.<ref name=endurkoma/>
 
Duvalier sneri óvænt aftur til Haítí í janúar árið 2011. Hann sagðist vera kominn til landsins til að „hjálpa til við endurbyggingu“ eftir [[Jarðskjálftinn á Haítí 2010|jarðskjálfta sem hafði riðið yfir landið]] árið áður. Um 200 stuðningsmenn Duvalier-feðganna tóku á móti Baby Doc þegar hann steig út úr flugvél sinni í höfuðborginni [[Port-au-Prince]].<ref name=endurkoma/> Þann 18. janúar var Duvalier stefnt og honum bannað að yfirgefa landið.<ref>[http://www.lefigaro.fr/international/2011/01/18/01003-20110118ARTFIG00741-duvalier-inculpe-de-corruption-et-de-vol-en-haiti.php « Duvalier inculpé pour corruption et vol en Haïti »], ''[[Le Figaro]]'', 19. janúar 2011</ref> Hann var síðan ákærður fyrir að hafa dregið sér rúmlega 100 milljónir Bandaríkjadala úr ríkissjóðum Haítí.<ref>[https://www.ledevoir.com/international/amerique-latine/314980/la-justice-rattrape- « La justice rattrape Duvalier »]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}, ''[[Le Devoir]]'', 19. janúar 2011.</ref> Í febrúar árið 2014 var bætt við tillögu um að Duvalier skyldi ákærður fyrir [[Glæpir gegn mannúð|glæpi gegn mannúð]] á stjórnartíð sinni.<ref>[https://www.courrierinternational.com/article/2014/02/21/nouvelle-instruction-contre-jean-claude-duvalier Nouvelle instruction contre Jean-Claude Duvalier], ''Courrier international'', 21. febrúar 2014</ref>
 
Þann 4. október árið 2014 fékk Duvalier hjartaáfall og lést. Hann var því aldrei dæmdur fyrir glæpi sína.