Munur á milli breytinga „Jón Jónsson (jarðfræðingur)“

Bjarga 0 heimildum og merki 1 sem dauðar.) #IABot (v2.0.8
(Stutt textaviðbót)
(Bjarga 0 heimildum og merki 1 sem dauðar.) #IABot (v2.0.8)
 
 
== Nám ==
Barnalærdóm og vísi að unglingafræðslu hlaut Jón Jónsson í [[Þykkvibær|Þykkvabæ]], fór síðan 1928 að [[Eiðar|Eiðum]] og sat þar tvo vetur í Alþýðuskólanum. Árið 1945 settist hann að í [[Uppsalir|Uppsölum]] og kynntist [[Tómas Tryggvason|Tómasi Tryggvasyni]], sem þá hafði nýlokið jarðfræðinámi þar. Í gegn um Tómas kynntist Jón fleiri jarðfræðingum og jarðfræðiprófessorum. Síðan fékk hann vinnu sem aðstoðarmaður við jarðfræðistörf og sumarið 1949 tók hann þátt í leiðangri til [[Grænland]]s undir stjórn dr. Lauge [http://da.wikipedia.org/wiki/Lauge_Koch| Koch]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }} og stundaði steingervingaleit. Starfaði svo sem rannsóknarmaður á steingervingasafninu í Uppsölum. Hann tók einnig þátt í sænskum leiðöngrum og jarðfræðirannsóknum á [[Hoffellssandur|Hoffelssandi]] 1951–1952. Sumarið 1954 fór Jón til Íslands og fékk þá þann starfa að gera jarðfræðikort af Reykjavík og nágrenni með Tómasi Tryggvasyni.
 
Jón innritaðist í jarðfræðideild Uppsalaháskóla 1954. Það haust varð Jón 44 ára. Vorið 1958 lauk hann námi með tvöfaldri útskrift með kandidats- (fil.kand.) og licenciatpróf (fil. lic.). Lokaritgerðin fjallaði um afstöðubreytingar láðs og lagar við Ísland og um [[kísilþörungar|kísilþörunga]] í sjávarseti.