„Friðgeir Einar Sigurbjörnsson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Psteinar (spjall | framlög)
Bætt við mynd
mEkkert breytingarágrip
 
Lína 13:
Seinna meir komst hann í samband við þýskt fyrirtæki (C.F. Schuster & Sohn í Erlangen) og gat í framhaldi pantað frá þeim það sem hann vanhagaði um til hljóðfærasmíðinnar. Verkstæði sitt nefndi hann Hljóðfæraiðjan Strengir og fór fljótlega að stimpla á hljóðfærin "Strengir FS". Fyrsta aðstaða hans til smíða var hjá bólstrara sem hafði aðstöðu í innbænum, en fljótlega flutti hann starfsemi sína í skúr norðan við Akureyrarvöll og var þar um tíma. Síðar flutti hann með aðstöðu sína í Rauða húsið sem staðsett var í Skipagötunni þar sem Alþýðuhúsið stendur núna.
 
Einn af þeim fyrstu sem færfékk rafmagnsgítar hjá honum er [[Svavar Lárusson - Í Mílanó|Svavar Lárusson]] söngvari frá Norðfirði, en Friðgeir smíðaði rafmagnsgítara fyrir marga tónlistarmenn sem starfandi voru á þessum tíma í vinsælum danssveitum m.a. Bjarka Tryggvason söngvara, [[Jón Páll Bjarnason|Jón Pál Bjarnason]] jassgítarleikara og Edvin Kaaber gítarleikara.
 
Fyrsta kontrabassann smíðaði hann fyrir Ingvar Níelsson, þá nema í MA, síðar verkfræðing í Tælandi. Alls smíðaði Friðgeir 4-5 kontrabassa skv. því sem kemur fram í viðtali við Morgunblaðið 1977.<ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/page/1482544?iabr=on#|titill=Hefur Smíðað hundruð langspila og gítara}}</ref>