„Múhameð Ómar“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: {{Forsætisráðherra | nafn = Múhameð Ómar<br>{{small|محمد عمر}} | búseta = | mynd = Mullah Omar.jpg | myndastærð = | myndatexti1 = {{small|Múlla Ómar á níunda áratugnum.}} | titill= Emír Afganistans<br>{{small|(umdeilt)}} | stjórnartíð_start = 27. september 1996 | stjórnartíð_end = 13. nóvember 2001 | titill2= Leiðtogi talíbana | stjórnartíð_start2 = September 199...
 
Lína 44:
Múlla Ómar gekk til liðs við [[Mujahideen]]-sveitirnar sem háðu [[Jihad|heilagt stríð]] gegn [[Stríð Sovétmanna í Afganistan|innrás Sovétmanna í Afganistan]] á níunda áratugnum. Hann missti annað augað í átökum við Sovétmenn og gengur sú saga meðal talíbana að hann hafi sjálfur skorið augað úr sér. Líklegra þykir að hann hafi verið fluttur á sjúkrahús í [[Pakistan]] þar sem augað var fjarlægt. Eftir að Sovétmenn hörfuðu frá Afganistan árið 1989 sneri Ómar heim til sín og einbeitti sér að bænahaldi og kennslu. Hann laðaði til sín fylgismenn sem fengu árið 1994 nafnið [[talíbanar]], sem merkir „nemendur“. Talíbanar settu sér það markmið að ná stjórn yfir Afganistan úr höndum stríðsherranna sem höfðu tekið við völdum eftir fall kommúnistastjórnarinnar.<ref name=eineygður/>
 
Í apríl 1996 höfðu talíbanar lagt undir sig mikið landsvæði í Afganistan. Við það tilefni kom Múlla Ómar fram á svölum helgidóms í Kandahar þar sem hann klæddist skikkju sem sögð er hafa tilheyrt [[Múhameð|Múhameð spámanni]]. Skikkjan hafði verið geymd í helgidómnum um aldabil og hafði síðast verið snert á fjórða áratugi tuttugustu aldar. Múlla Ómar lýsti sjálfan sig „leiðtoga hinna trúuðu“ (''Amir-ul-Momineen'') og klæddist skikkjunni til að sýna að hann væri verðugur arftaki spámannsins.<ref>{{Vefheimild|titill=Klæddist skikkju Múhameðs spámanns|url=https://www.mbl.is/greinasafn/grein/641450/|útgefandi=[[mbl.is]]|ár=2001|mánuður=8. desember|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=22. ágúst}}</ref> Í september sama ár fékkféll afganska höfuðborgin [[Kabúl]] í hendur talíbana og Múlla Ómar varð þannig eiginlegur hæstráðandi landsins. Þrátt fyrir það hélt hann sig að mestu í Kandahar og kom sjaldan fram opinberlega. Hann hafði orð á sér fyrir að vera einangraður og fámáll.<ref>{{Vefheimild|titill=Leiðtogi talibana var nágranni Bandaríkjahers|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2019/03/10/leidtogi_talibana_var_nagranni_bandarikjahers/|útgefandi=[[mbl.is]]|ár=2019|mánuður=10. mars|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=22. ágúst}}</ref> Sem stjórnandi Afganistans fyrirskipaði Ómar jafnframt eyðileggingu gríðarstórra [[Búdda]]líkneskja sem höggvin voru í kletta [[Bamyan]]-fjalla þar sem hann taldi þau móðgun við íslamstrú.<ref name=eineygður/>
 
Valdatíð talibana undir stjórn Múlla Ómars einkenndist af strangri túlkun á [[sjaríalög]]um og hörðum refsingum jafnvel við smávægilegum glæpum. Konum og stúlkum var bannað að vinna utan heimilis eða að stunda nám og mannréttindi almennt voru verulega skert. Stjórn talíbana hélt um leið áfram hernaði gegn [[Norðurbandalagið (Afganistan)|Norðurbandalaginu]], bandalagi stríðsherra sem beittu sér gegn stjórn þeirra. Með óopinberum stuðningi Pakistana og ýmissa arabískra bakhjarla höfðu talíbanar náð völdum í um 90 prósentum landsvæðis í Afganistan árið 2001.<ref>{{Vísindavefurinn|58763|Hvað vitið þið um talíbana, hverjir eru þeir og fyrir hvað standa þeir?}}</ref>