„Habib Bourguiba“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 34:
Vegna stuðnings síns við Frakka var Bourguiba í sterkri stöðu eftir lok styrjaldarinnar. Hann fékk leyfi til að taka þátt í stjórnmálum á ný og Neo-Destour varð brátt sterkasti stjórnmálaflokkur í Túnis. Bourguiba hlaut um skeið sæti í ríkisstjórn Túnis en vegna síaukinna tilþreifana í sjálfstæðisátt var hann handtekinn á ný árið 1952 og fluttur til Frakklands. Handtaka hans leiddi til mikilla óeirða í Túnis og staða Frakka í nýlendunni varð sífellt erfiðari. Bourguiba sat í fangelsi í tvö ár en þegar [[Pierre Mendès France]] varð forsætisráðherra Frakklands árið 1954 ákvað stjórn hans að veita Túnis sjálfstæði sitt. Sem leiðtogi Neo-Destour var Bourguiba í reynd sjálfkjörinn sem fyrsti ríkisstjórnarleiðtogi hins sjálfstæða Túnis. Neo-Destour hlaut nær öll þingsætin í fyrstu kosningum hins nýsjálfstæða ríkis þann 11. apríl 1956.<ref name=tíminn1958>{{Tímarit.is|1032367|Í Túnis er aðeins einn Bourguiba|útgáfudagsetning=17. febrúar 1958|blað=[[Tíminn]]|skoðað=7. júlí 2020|blaðsíða=6; 3}}</ref>
 
Eftir sjálfstæði varð Túnis fyrst um sinn konungsríki og [[Múhameð 8. al-Amin]], sem hafði verið leppstjórnandi Frakka með titlinum ''[[bey]]'', varð konungur þess. Árið 1957 stóð Bourguiba hins vegar fyrir því að Túnis var lýst [[lýðveldi]] og Bourguiba varð sjálfur fyrsti forseti landsins.<ref name=tíminn1958/> Við upphaf stjórnartíðar sinnar átti Bourguiba einnig í valdabaráttu gegn öðrum leiðtoga Neo-Destour, [[Salah ben Youssef]], sem hneigðist lengra til vinstri og var hallur undir hugmyndir [[Gamal Abdel Nasser|Nassers]] Egyptalandsforseta um samheldni Arabaríkjanna.<ref name=tíminn1958/> Bourguiba greindi meðal annars á við Nasser og fylgismenn hans þar sem Bourguiba vildi viðhalda vinsamlegu sambandi við [[Vesturlönd]], sér í lagi við gömlu herraþjóðina Frakkland. Í valdabaráttunni varð Bourguiba yfirsterkari, sem leiddi til þess að Youssef flúði úr landi og hlaut hæli hjá stjórn Nassers í [[Kaíró]]. Þetta olli miklum kala í samskiptum Bourguiba og Nassers og Bourguiba sleit um skeið samskiptum við Egyptaland.<ref>{{Tímarit.is|1318407|Búrgíba ræðst harkalega að Nasser|útgáfudagsetning=17. október 1958|blað=[[Morgunblaðið]]|skoðað=7. júlí 2020|blaðsíða=1}}</ref>
 
Í innanríkismálum beitti Bourguiba sér fyrir nútímavæðingu og umbótum í anda [[Kemal Atatürk|Atatürks]] í Tyrklandi. Hann lét nema úr gildi ýmis gömul [[Íslam|íslömsk]] lög, setti nútímalegri lög um hjónaskilnaði og hvatti Túnisa til þess að halda áfram að vinna á föstunni.<ref name=samtíðin/>
 
Bourguiba var leiðtogi Túnis í rúm þrjátíu ár og á þeim tíma fór dýrðarljóminn af honum sem sjálfstæðishetju landsins mjög að dofna. Lítið var um eiginlegt lýðræði í Túnis á stjórnartíð hans og Bourguiba réði því lengst af sem [[einræðisherra]]. Stjórn hans viðhélt eftirliti með fjölmiðlum og hvatti til [[persónudýrkun]]ar á forsetanum.<ref>{{Tímarit.is|3734776|Bourguiba forseti vill einn öllu ráða í Túnis|útgáfudagsetning=29. ágúst 1973|blað=[[Tíminn]]|skoðað=7. júlí 2020|blaðsíða=9}}</ref> Á áttunda áratugnum átti Bourguiba um skeið í viðræðum við [[Muammar Gaddafi]], leiðtoga [[Líbía|Líbíu]], um að Túnis og Líbía skyldu sameinast í eitt ríki.<ref>{{Tímarit.is|3260467|Stirðleg trúlofun|útgáfudagsetning=14. febrúar 1975|blað=[[Vísir (dagblað)|Vísir]]|skoðað=7. júlí 2020|blaðsíða=6}}</ref> Aldrei varð þó neitt úr þessum fyrirætlunum.
 
Árið 1987 skipaði Bourguiba [[Zine El Abidine Ben Ali]] forsætisráðherra stjórnar sinnar og var þaðan af litið á Ben Ali sem líklegan eftirmann hans. Þann 7. nóvember sama ár lýsti Ben Ali því yfir að Bourguiba væri elliær og framdi blóðlaust valdarán gegn forsetanum. Leiðtogaskiptin fóru fram í skugga vaxandi óvinsælda Bourguiba og því kipptu fáir Túnisar sér upp við valdaránið.<ref>{{Tímarit.is|1667746|Ben Ali, forseti, virðist njóta trausts Túnisa|útgáfudagsetning=10. nóvember 1987|blað=[[Morgunblaðið]]|skoðað=7. júlí 2020|höfundur=[[Jóhanna Kristjónsdóttir]]|blaðsíða=28}}</ref>