„Jakob 4. Skotakonungur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Merki: 2017 source edit
mEkkert breytingarágrip
Merki: 2017 source edit
Lína 1:
[[Mynd:James_IV_of_Scotland.jpg|thumb|250px|Samtímamynd af Jakob 4.]]
 
'''Jakob 4.''' (17. mars 1473 – 9. september 1513) var konungur [[Skotland]]s frá 11. júní 1488 þangað til hann féll í bardögum árið 1513. Hann tók við konungsvaldi við dauða föður síns [[Jakob 3. Skotakonungur|Jakobs 3.]] (v. 1460–1488) í [[orrustan um Sauchieburn|orrustunni um Sauchieburn]]. Orrustan var fylgifiskur uppreisnar sem Jakob 4. tók sjálfur þátt í. Hann er yfirleitt talinn einn farsælasti konungur [[Stuart–ættStuart-ætt]]ar, en valdatíma hans lauk eftir átakamikinn ósigur í [[orrustan um Flodden|orrustunni um Flodden]]. Hann var síðasti þjóðhöfðingi í Bretlandseyjum sem féll í bardögum.
 
Jakob 4. giftist [[Margrét Tudor|Margréti Tudor]] árið 1503 og þar með tengdi skosku krúnuna við þá ensku. Þessi tengsl leiddu til [[Krúnusambandið|Krúnusambandsins]] árið 1603 þegar [[Elísabet 1.]] lést arftakalaus og langbarnabarn Jakobs 4., [[Jakob 6. Skotakonungur|Jakob 6.]], tók við ensku krúnunni sem Jakob 1. Englandskonungur.