„Miðborg Reykjavíkur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
Lína 4:
 
Við Tryggvagötu í Kvosinni standa [[Tollhúsið]], höfuðstöðvar [[Listasafn Reykjavíkur|Listasafns Reykjavíkur]] og [[Borgarbókasafn Reykjavíkur|Borgarbókasafnsins]]. [[Listasafn Íslands]] stendur við Tjörnina, við hliðina á [[Fríkirkjan í Reykjavík|Fríkirkjunni í Reykjavík]]. Önnur stórhýsi við Tjörnina eru [[Miðbæjarskólinn]], [[Fríkirkjuvegur 11]], [[Iðnó]], [[Lækjargata 14a]] og [[Tjarnarbíó]]. Nokkrir almenningsgarðar eru líka við Tjörnina, eins og [[Hljómskálagarðurinn]], [[Hallargarðurinn]] og [[Mæðragarðurinn]]. Í Kvosinni eru auk þess [[Fógetagarðurinn]] og [[Alþingishúsgarðurinn]] við Austurvöll. [[Sundhöll Reykjavíkur]] stendur við Barónsstíg og [[Landspítali]] er þar sunnan við. [[Einarsgarður]] er lítill skrúðgarður við enda Barónsstígs.
 
[[Austurstræti]] og [[Hafnarstræti]] í Kvosinni voru lengi helstu verslunargötur Reykjavíkur en þegar leið á 20. öld byggðust [[Bankastræti]], [[Laugavegur]] og [[Skólavörðustígur]] upp sem verslunargötur. Þar er ennþá ein helsta miðstöð verslunar í Reykjavík, þótt dregið hafi úr aðsókn eftir tilkomu verslunarmiðstöðva á borð við [[Kringlan|Kringluna]] á síðustu áratugum 20. aldar.
 
Í hverfinu eru tveir [[grunnskóli|grunnskólar]]; [[Tjarnarskóli]] og [[Austurbæjarskóli]], og þrír [[framhaldsskóli|framhaldsskólar]]; [[Menntaskólinn í Reykjavík]], [[Tækniskólinn]] og [[Kvennaskólinn í Reykjavík]]. [[Háskóli Íslands]] í [[Vatnsmýri]] taldist áður til miðborgarinnar en síðustu ár hefur verið tilhneiging til að líta á Vatnsmýrina sunnan Miklubrautar sem sérstakan borgarhluta.