„Miðborg Reykjavíkur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
{{hnit|64|08|51|N|21|56|11|W|display=title|type:city_region:IS}}
[[Mynd:Austurstræti_1.JPG|thumb|right|Austurstræti árið 2011.]]
'''Miðborg Reykjavíkur''' eða '''Miðbær Reykjavíkur''' er [[hverfi]] í [[Reykjavík]] sem inniheldur elstu hluta borgarinnar. Í miðborginni er miðstöð [[stjórnsýsla|stjórnsýslu]] á [[Ísland]]i. Þar eru [[Alþingishúsið]], [[Stjórnarráðshúsið]] og [[Hæstiréttur Íslands]]. Flest ráðuneytin eru með skrifstofur sínar við [[Arnarhóll|Arnarhól]]. Þar eru líka [[Safnahúsið]] og [[Þjóðleikhúsið]] við Hverfisgötu. [[Reykjavíkurhöfn]] er fyrir norðan Kvosina og þar við standa tónlistarhúsið [[Harpa (tónlistarhús)|Harpa]] og [[Sjávarútvegshúsið]]. Í miðborginni eru líka helstu kennileiti borgarinnar eins og [[Tjörnin]], þar sem [[Ráðhús Reykjavíkur]] er staðsett, og [[Hallgrímskirkja (Reykjavík)|Hallgrímskirkja]] efst á [[Skólavörðuholt]]i. Í Kvosinni eru nokkur [[torg]], þar á meðal [[Austurvöllur]], [[Ingólfstorg]] og [[Lækjartorg]]. Við Austurvöll standa meðal annars Alþingishúsið, [[Dómkirkjan]] og [[Hótel Borg]] og við Lækjartorg stendur [[Héraðsdómur Reykjavíkur]]
 
Við Tryggvagötu í Kvosinni standa [[Tollhúsið]], höfuðstöðvar [[Listasafn Reykjavíkur|Listasafns Reykjavíkur]] og [[Borgarbókasafn Reykjavíkur|Borgarbókasafnsins]]. [[Listasafn Íslands]] stendur við Tjörnina, við hliðina á [[Fríkirkjan í Reykjavík|Fríkirkjunni í Reykjavík]]. Önnur stórhýsi við Tjörnina eru [[Miðbæjarskólinn]], [[Fríkirkjuvegur 11]], [[Iðnó]], [[Lækjargata 14a]] og [[Tjarnarbíó]]. Nokkrir almenningsgarðar eru líka við Tjörnina, eins og [[Hljómskálagarðurinn]], [[Hallargarðurinn]] og [[Mæðragarðurinn]]. Í Kvosinni eru auk þess [[Fógetagarðurinn]] og [[Alþingishúsgarðurinn]] við Austurvöll. [[Sundhöll Reykjavíkur]] stendur við Barónsstíg og [[Landspítali]] er þar sunnan við. [[Einarsgarður]] er lítill skrúðgarður við enda Barónsstígs.