„Miðborg Reykjavíkur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Lína 16:
==Formleg afmörkun==
[[Mynd:Reykjavík map (D02-Miðborg).png|thumb|Kort.]]
Í samþykkt um skiptingu Reykjavíkurborgar í hverfi frá 2002 er miðborgin afmörkuð með þessum hætti: Í suður og vestur markast hverfið af línu sem er dregin um eftirtaldar götur: Suðurbugt (austurendi), Geirsgötu, Norðurstíg, Vesturgötu, Garðastræti, Túngötu, Suðurgötu, Sturlugötu, Oddagötu, Eggertsgötu, Njarðargötu, beinni línu að horni Einarsness/Skeljaness, Skeljanes og þaðan í sjó. Í austur markast hverfið af línu sem er dregin um Snorrabraut, gamla Flugvallarveg og Hlíðarfót.<ref>{{vefheimild|url=https://reykjavik.is/sites/default/files/Sam_ykkt_um_skiptingu_Reykjav_kurborgar___hverfi.pdf|titill=Samþykkt um skiptingu Reykjavíkurborgar í hverfi}}</ref> Samkvæmt þeirri skiptingu tilheyrir [[Grjótaþorpið]] Miðborginni en ekki [[Skerjafjörður (hverfi)|Skerjafjörður]] sem tilheyrir Vesturbænum.
 
Í aðalskipulagi frá 1929 voru eftirfarandi hverfi skilgreind í miðborginni: [[Tjarnarbrekka]], [[Víkin (Reykjavík)|Víkin]], [[Arnarhóll]], [[Skuggahverfi]], [[Laufás (Reykjavík)|Laufás]], [[Spítalahlíð]], [[Þingholt]], [[Ásgarður (hverfi í Reykjavík)|Ásgarður]] og [[Tungan]]. Þessi heiti festust misvel í sessi. Í aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 eru skilgreindir þrír hverfahlutar í miðborginni: [[Kvosin]], [[Skólavörðuholt]] og [[Skuggahverfi]].