„Miðborg Reykjavíkur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
SvartMan (spjall | framlög)
þegar talað er um austurbæinn er sjaldnast, ef nokkurn tímann, átt við allan miðbæinn
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
{{hnit|64|08|51|N|21|56|11|W|display=title|type:city_region:IS}}
[[Mynd:Austurstræti_1.JPG|thumb|right|Austurstræti árið 2011.]]
'''Miðborg Reykjavíkur''' eða '''Miðbær Reykjavíkur''' er [[hverfi]] í [[Reykjavík]] sem inniheldur elstu hluta borgarinnar. Hverfinu tilheyra hverfahlutarnir [[Tjarnarbrekka]], [[Víkin (Reykjavík)|Víkin]], [[Arnarhóll]], [[Skuggahverfi]], [[Laufás (Reykjavík)|Laufás]], [[Spítalahlíð]], [[Þingholt]], [[Ásgarður (hverfi í Reykjavík)|Ásgarður]], og [[Tungan]].
 
Í miðborginni er miðstöð [[stjórnsýsla|stjórnsýslu]] á [[Ísland]]i. Þar eru [[Alþingishúsið]], [[Stjórnarráðshúsið]] og [[Hæstiréttur Íslands]]. Flest ráðuneytin eru með skrifstofur sínar við [[Arnarhóll|Arnarhól]]. [[Reykjavíkurhöfn]] er fyrir norðan Kvosina. Í miðborginni eru líka helstu kennileiti borgarinnar eins og [[Tjörnin]], þar sem [[Ráðhús Reykjavíkur]] er staðsett, og [[Hallgrímskirkja (Reykjavík)|Hallgrímskirkja]] efst á [[Skólavörðuholt]]i.
Lína 17:
[[Mynd:Reykjavík map (D02-Miðborg).png|thumb|Kort.]]
Í suður og vestur markast hverfið af línu sem er dregin um eftirtaldar götur: Suðurbugt (austurendi), Geirsgötu, Norðurstíg, Vesturgötu, Garðastræti, Túngötu, Suðurgötu, Sturlugötu, Oddagötu, Eggertsgötu, Njarðargötu, beinni línu að horni Einarsness/Skeljaness, Skeljanes og þaðan í sjó. Í austur markast hverfið af línu sem er dregin um Snorrabraut, gamla Flugvallarveg og Hlíðarfót.
 
Í aðalskipulagi frá 1929 voru eftirfarandi hverfi skilgreind í miðborginni: [[Tjarnarbrekka]], [[Víkin (Reykjavík)|Víkin]], [[Arnarhóll]], [[Skuggahverfi]], [[Laufás (Reykjavík)|Laufás]], [[Spítalahlíð]], [[Þingholt]], [[Ásgarður (hverfi í Reykjavík)|Ásgarður]] og [[Tungan]]. Þessi heiti festust misvel í sessi. Í aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 eru skilgreindir þrír hverfahlutar í miðborginni: [[Kvosin]], [[Skólavörðuholt]] og [[Skuggahverfi]].
 
==Tilvísanir==