„Kirgistan“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 56:
==Landfræði==
[[Mynd:Kyrgyzstan_Topography.png|thumb|right|Hæðakort af Kirgistan.]]
Kirgistan er [[landlukt land]] í [[Mið-Asía|Mið-Asíu]] með landamæri að [[Kasakstan]], [[Kína]], [[Tadsíkistan]] og [[Úsbekistan]]. Það liggur milli 39. og 44. breiddargráðu norður og 69. og 81. lengdargráðu austur. Það er lengra frá sjó en nokkurt annað land og öll vatnsföll í landinu renna í lokuð [[vatnasvið]] sem ekki tengjast neinum úthöfum. Fjallahéraðið [[Tian Shan]] nær yfir 80% landsins og Kirgistan er stundum kallað „[[Sviss]] Asíu“ vegna þess.

Stöðuvatnið [[Ysyk-Köl]] er annað stærsta fjallavatn heims, á eftir [[Titikaka]]. Lægsti punktur Kirgistans er [[Kara-Daryya]] í 132 metra hæð yfir sjávarmáli, og hæstu fjöll landsins eru [[Kakshaal-Too]]-fjallgarðurinn sem myndar landamærin við Kína. Hæsti tindur Kirgistans er [[Jengish Chokusu]] í 7.439 metra hæð, sem er líka talið nyrsta fjall heims sem nær yfir 7.000 metra. Mikil snjókoma á vetrum leiðir oft til skyndiflóða á vorin sem geta valdið miklu tjóni. Kirgistan framleiðir mikið rafmagn með [[vatnsaflsvirkjun]]um.
 
Í Kirgistan er að finna mikið af [[gull]]i og [[lantaníð]]um. Þar sem landið er mjög fjalllent eru innan við 8% þess ræktarland, mest á láglendinu í norðurhlutanum og á jaðri [[Ferganadalur|Ferganadals]]. Höfuðborgin og stærsta borg Kirgistans er [[Bishkek]] í norðurhlutanum með um milljón íbúa. Önnur stærsta borgin er [[Osh]] í Ferganadal við landamærin að Úsbekistan. Stærsta fljót Kirgistans er [[Kara Darya]] sem rennur í vestur gegnum Ferganadal inn í Úsbekistan þar sem það mætir [[Naryn]] og verður að [[Syr Darya]] sem áður rann í [[Aralvatn]]. Eftir 2010 hefur áin ekki náð þangað þar sem vatnið er nýtt í áveitur á bómullarakra ofar í árfarveginum, í Tadsíkistan, Úsbekistan og Kasakstan. [[Chu-fljót]] rennur líka um Kirgistan áður en það rennur inn í Kasakstan.