„Kirgistan“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
Lína 45:
Kirgistan hefur verið hluti af ýmsum menningarsvæðum og stórveldum. Landið var hluti af [[Silkivegurinn|Silkiveginum]] og öðrum verslunarleiðum um Mið-Asíu. Landið hefur verið undir stjórn [[Göktyrkir|Göktyrkja]], [[Úígúraveldið|Úígúraveldisins]] og [[Kitanar|Kitana]], þar til [[Mongólar]] lögðu það undir sig á 13. öld. Landið varð aftur sjálfstætt en varð fyrir innrásum [[Kalmykar|Kalmyka]], [[Mansjúmenn|Mansjúmanna]] og Úsbeka. Árið 1876 varð landið hluti af [[Rússneska keisaradæmið|Rússneska keisaradæminu]]. Kirgistan var [[Sovétlýðveldi]] til [[1991]] þegar landið fékk sjálfstæði. Forseti landsins, [[Askar Akajev]], sagði af sér [[4. apríl]] [[2005]] í kjölfar [[Túlípanabyltingin|Túlípanabyltingarinnar]]. Eftirmaður hans, [[Kurmanbek Bakiyev]], neyddist einnig til að segja af sér og flýja land í kjölfar blóðugra uppþota árið 2010. Eins fór með forsetann [[Sooronbay Jeenbekov]], sem sagði af sér eftir fjöldamótmæli árið 2020.<ref>{{Vefheimild|titill=For­seti Kirg­ist­an seg­ir af sér|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2020/10/15/forseti_kirgistan_segir_af_ser/|útgefandi=mbl.is|ár=2020|mánuður=15. október|árskoðað=2020|mánuðurskoðað=16. október}}</ref>
 
Kirgistan er aðili að [[Samveldi sjálfstæðra ríkja]], [[Evrasíska efnahagssambandið|Evrasíska efnahagssambandinu]], [[CSTO]], [[Samvinnustofnun Sjanghæ]], [[Samtök um íslamska samvinnu|Samtökum um íslamska samvinnu]], [[Tyrkíska ráðið|Tyrkíska ráðinu]], [[Türksoy]] og [[Sameinuðu þjóðirnar|Sameinuðu þjóðunum]]. Kirgistan er [[þróunarland]] og situr í 120. sæti [[Vísitala um þróun lífsgæða|Vísitölu um þróun lífsgæða]]. Landið er það annað fátækasta í Asíu. Efnahagur landsins reiðir sig á [[olía|olíu]] og [[jarðgas]], ásamt vinnslu [[gull]]s, [[úran]]s og [[steinkol]]a.
 
==Heiti==
Orðið ''Kyrgyz'' er dregið af tyrkíska orðinu yfir „fjörutíu“ og vísar til ættbálkanna 40 sem sagnahetjan [[Manas (hetja)|Manas]] sameinaði gegn [[Úígúrar|Úígúrum]]. ''Kyrgyz'' merkir bókstaflega „við erum fjörutíu“. Á 9. öld réðu Úígúrar yfir stórum hluta þess sem í dag eru Mið-Asía, Mongólía, Rússland og Kína. Viðskeytið ''-stan'' kemur úr [[persneska|persnesku]] og merkir „staður“ eða „land“.
 
Sólin í [[fáni Kirgistans|fána Kirgistans]] er með fjörutíu geisla sem vísar til ættbálkanna fjörutíu, og hringurinn í miðjunni er lykilhringurinn, ''tunduk'', efst á [[júrt]], tjaldhýsi sem hirðingjar Mið-Asíu bjuggu í.
 
Opinbert heiti landsins er „Kyrgyz-lýðveldið“ en í flestum málum er landið kallað einhverju afbrigði af Kirgistan. Eldra heiti þess, Kirgisía, er notað í nokkrum málum, til dæmis rússnesku og grísku.
 
==Stjórnmál==