„Úrúgvæ“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m uppfæri töflu
mEkkert breytingarágrip
Lína 44:
'''Úrúgvæ''' er [[land]] í [[Suður-Ameríka|Suður-Ameríku]] með [[landamæri]] að [[Brasilía|Brasilíu]] í norðri, [[Argentína|Argentínu]] í vestri (við [[Río de la Plata]]) og strönd að Suður-[[Atlantshaf]]inu í suðri og austri. Rúmlega þriðjungur íbúanna býr í höfuðborginni [[Montevídeó]]. Úrúgvæ er næstminnsta land álfunnar á eftir [[Súrínam]].
 
Einu íbúar landsins sem vitað er um fyrir landnám [[Evrópa|Evrópubúa]] voru [[Charrúar]]. [[Spánn|Spánverjar]] komu þangað fyrst árið [[1516]] en sökum andspyrnu íbúanna og skorts á [[silfur]]- og [[gull]]námum settust þeir þar ekki að nema í litlum mæli fram á [[17. öldin|17. öld]]. Árið [[1669]] hófu [[Portugal Telecom|PortúgalirPortúgal]]ar að reisa virki í [[Colonia del Sacramento]] við ströndina. Spánverjar brugðust við útþenslustefnu Portúgala með auknu landnámi og snemma á [[18. öldin|18. öld]] stofnuðu þeir borgina Montevídeó. Spánverjar, PortúgalirPortúgalar og [[Bretland|Bretar]] tókust á um yfirráð í landinu í upphafi [[19. öldin|19. aldar]]. Barátta fyrir sjálfstæði landsins hófst skömmu eftir [[Napóleonsstyrjaldirnar]]. Um [[1820]] lögðu Portúgalir landið undir sig. Úrúgvæ varð hluti af [[Brasilía|Brasilíu]] sem héraðið [[Cisplatina]]. Skömmu síðar hófst [[sjálfstæðisstríð Úrúgvæ|sjálfstæðisstríð]] sem lyktaði með sjálfstæði Úrúgvæ árið 1830. Nokkrum árum síðar hófst [[borgarastyrjöldin í Úrúgvæ|borgarastyrjöld í landinu]] þar sem stríðsaðilar fengu stuðning ýmist frá [[Argentína|Argentínu]] eða [[Brasilíska keisaradæmið|Brasilíska keisaradæminu]]. Eftir að stríðinu lauk jókst innflutningur fólks, aðallega frá [[Ítalía|Ítalíu]] og Spáni. Seint á [[1951-1960|6. áratug 20. aldar]] gekk landið í gegnum kreppu sem leiddi til óeirða. Þá var skæruliðahreyfingin [[Tupamaros]] stofnuð. Árið [[1968]] var neyðarástandi lýst yfir og herinn tók svo völdin í landinu árið [[1973]]. Lýðræði var aftur komið á árið [[1984]].
 
Efnahagslíf Úrúgvæ byggist aðallega á [[landbúnaður|landbúnaði]], einkum útflutningi [[nautgripur|nautgripa-]] og [[Sojabaun|sojaafurða]]. Landið gekk í gegnum erfiða kreppu milli [[1999]] og [[2002]] en síðan mikinn hagvöxt frá [[2004]] til [[2007]]. Landið var eina Suður-Ameríkulandið sem þurfti ekki að glíma við samdrátt á árunum [[2007]] til [[2011]].
 
==Stjórnmál==
== Stjórnsýsluskipting ==
=== Stjórnsýslueiningar ===
Úrúgvæ skiptist í 19 umdæmi með lýðræðislega kjörna umdæmisstjórn. Umdæmisstjóri fer með framkvæmdavald og umdæmisráð með löggjafarvald.
 
Lína 143 ⟶ 144:
 
== Tilvísanir ==
{{reflist}}
<references />
 
{{wikiorðabók}}
{{commonscat|Uruguay}}
{{Stubbur|landafræði}}
{{Suður-Ameríka}}