„Wikipedia:Grein mánaðarins/08, 2021“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m ekki til í fleirtölu
mEkkert breytingarágrip
Lína 3:
'''[[Fianna Fáil]]''' (ísl. '''Hermenn örlaganna''') er [[Hægristefna|hægrisinnaður]] [[stjórnmálaflokkur]] í [[Írska lýðveldið|írska lýðveldinu]]. Frá stofnun lýðveldisins hafa allar stjórnir ríkisins verið leiddar annaðhvort af Fianna Fáil eða flokknum [[Fine Gael]], sem er einnig hægriflokkur en er talinn frjálslyndari í félagsmálum. Fianna Fáil varð til árið 1926 með klofningi úr írsku sjálfstæðissamtökunum [[Sinn Féin]] árið 1926 vegna ósættis með skilmála samningsins sem stofnsetti [[írska fríríkið]]. Núverandi leiðtogi flokksins er [[Micheál Martin]].
 
Fianna Fáil er sem flokkur talinn breiðfylking án sértækrar hugmyndafræði eða stefnumála. Í könnunum, rannsóknum og viðtölum hefur reynst erfitt að benda á áherslumun á milli Fianna Fáil og helsta keppinautar hans, Fine Gael. Margir hafa bent á að munurinn á milli þeirra felist í arfleifð [[Írska borgarastyrjöldin|írsku borgarastyrjaldarinnar]] og í nálgun þeirra á það markmið að ná fram sameiningu Írlands. Kevin Byrne og stjórnmálafræðingurinn Eoin O'Malley hafna þessari skýringu og telja að munurinn á milli flokkanna tveggja eigi sér mun eldri rætur í mismunandi tegundum írskrar þjóðernishyggju (írsku upplýsingarinnar og gelískrar þjóðernishyggju) sem hægt sé að rekja til aðflutninga Engil-NormanaNormanna og Englendinga til Írlands annars vegar og gelísku eyjarskeggjanna hins vegar.
 
<div align=right><small>''Fyrri mánuðir: [[Ungverjaland]] &ndash; [[Elizabeth Cady Stanton]] &ndash; [[Harry S. Truman]] &ndash; [[Svalur og Valur]] &ndash; [[Vidkun Quisling]]</small></div>