„Persónufornafn“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 36:
 
===Niðurfelling===
Í sumum málum má fella fornafnið niður í tilteknum aðstæðum (til dæmis [[fornafnafellumál]]um eins og [[arabíska|arabísku]], [[tyrkneska|tyrknesku]], [[svahílí]] og svo framvegis). Dæmi um þetta er [[núllfrumlag]] í mörgum rómönskum málum, þar sem persónufornafn í frumlagsstöðu fellur niður og skilst þá af persónu sagnarinnar. Dæmi um þetta er í ítölsku ''Lei non vuole mangiare'' („Hún vill ekki borða“) sem jafngildir ''Non vuole mangiare'' („(Hún) vill ekki borða“). Í þessum málum eru fornöfnin aðeins notuð þegar ástæða er til að forðast tvíræðni eða til að skapa áherslu. Franska er mikilvæg undantekning meðal rómanskra mála, og niðurfelling fornafna er ekki til í germönskum málum. Í þeim málum er líklegra að notast sé við fornöfn sem [[gervifrumlag]] eins og fornöfnin „það“ og „hann“ í setningum eins og „það rignir“ og „hann er að hvessa“.
 
==Tilvísanir==