„Persónufornafn“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 27:
===Formlegt mál===
{{aðalgrein|Þérun}}
Mörg tungumál nota ólík persónufornöfn til að sýna virðingu eða samfélagslega fjarlægð, sérstaklega í annarri persónu. Þannig eru notuð ólík fornöfn til að ávarpa fjölskyldumeðlimi, vini, börn og dýr, en til að ávarpa yfirmenn, kennara og ókunnugt fólk. Dæmi um slíkt er að finna í frönsku þar sem eintölumyndin ''tu'' er notuð óformlega, en fleirtölumyndin ''vous'' í formlegum aðstæðum. Þýska notar þriðju persónu fleirtölu ''Sie'' sem formlega aðra persónu í bæði eintölu og fleirtölu, og [[pólska]] notar ''pan'' („herra“) sem formlegt annarar persónufornafn. [[Ítalska]] hefur notað bæði aðra persónu fleirtölu ''Voi'' og þriðju persónu í kvenkyni ''Lei'' (dregið af kvenkynsorðum eins og ''altezza'' „hátign“ og ''signoria'' „yfirvald“), og síðarnefnda myndin er mun algengari í nútímamáli. Íslenska notaðist áður við fleirtölumyndina ''þér'' sem formlega aðra persónu, en þérun er nú nánast alveg horfin úr málinu.
 
Í sumum tungumálum, til dæmis [[japanska|japönsku]] og kóresku, endurspegla fornöfn djúpstæða félagslega aðgreiningu. Í þessum málum er algengt að notast við nafnorð, bendivísanir eða titla til að vísa til þátttakenda í samræðum, allt eftir stöðu, aldri, kyni, virðingu og svo framvegis. Í japönsku er til dæmis algengt að fullorðið fólk noti orðið ''watashi'' eða ''watakushi'' um sig sjálft, en ungir karlmenn geta notað ''boku'' og lögreglumenn notað ''honkan'' („þessi lögregla“). Í óformlegum aðstæðum geta konur notað ''atashi'' og karlar ''ore''.