„Persónufornafn“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 18:
Þar sem málfræðilegt og líffræðilegt kyn flækist saman með ýmsum hætti<ref>{{vefheimild|höfundur=Eiríkur Rögnvaldsson|titill=Kynusli|dags=18.10.2019|skoðað-þann=30.7.2021|url=https://uni.hi.is/eirikur/2019/10/18/kynusli/}}</ref> hefur í sumum tungumálum komið upp þörf til að búa til ókyngreind persónufornöfn sem vísa til fólks þar sem kynið er óvíst, vísað er til [[kynsegin]] manneskju eða hið sjálfgefna kyn á annan hátt óviðeigandi. Þannig hefur verið stungið upp á þriðju persónufornafninu ''hen'' í [[sænska|sænsku]] (ókyngreinda fornafnið ''hän'' var til fyrir í [[samíska|samísku]]), ''hin'' í [[norska|norsku]] og ''hán'' í íslensku. Þessi ókyngreindu fornöfn hafa áunnið sér mismikinn sess í málunum.
 
Mörg tungumál sem ekki hafa kyngreind persónufornöfn hafa komið sér upp staðgenglum fyrir kyngreiningu vegna áhrifa frá öðrum málum, eða vegna [[þýðing]]a. Snemma á 20. öld tók [[mandarín]] til dæmis upp ólíkt táknsértákn fyrir „hún” (她) þótt fornafnið sé það sama í talmáli. Í [[kóreska|kóresku]] er orðið ''geunyeo'' (그녀) notað í ritmáli til að þýða „hún“, en það hljómar óeðlilega í talmáli þar sem það þýðir bókstaflega „þessi kona“.
 
===Fall===