„Persónufornafn“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 19:
 
Mörg tungumál sem ekki hafa kyngreind persónufornöfn hafa komið sér upp staðgenglum fyrir kyngreiningu vegna áhrifa frá öðrum málum, eða vegna [[þýðing]]a. Snemma á 20. öld tók [[mandarín]] til dæmis upp ólíkt tákn fyrir „hún” (她) þótt fornafnið sé það sama í talmáli. Í [[kóreska|kóresku]] er orðið ''geunyeo'' (그녀) notað í ritmáli til að þýða „hún“, en það hljómar óeðlilega í talmáli þar sem það þýðir bókstaflega „þessi kona“.
 
===Fall===
[[Fall (málfræði)|Fallbeygjandi]] tungumál beygja oft persónufornöfn eins og önnur [[nafnorð]]. Í [[þýska|þýsku]] koma persónufornöfn til dæmis fyrir í nefnifalli, eignarfalli, þágufalli og þolfalli (''ich'', ''meiner'', ''mich'', ''mir'') og enska gerir greinarmun á aðalfalli (''I'', ''we'', ''they'') í [[frumlag]]i setningar og aukafalli (''me'', ''us'', ''them'') í [[andlag]]i setningar. Sum tungumál sem hafa þróast út frá fallbeygjandi málum, eins og þýska, enska og rómönsku málin, en hafa hætt að nota sum eða flest föllin, halda notkun þeirra áfram í persónufornöfnum. Í íslensku beygjast persónufornöfn í öllum fjórum föllum (''ég'', ''mig'', ''mér'', ''mín'').
 
Í sumum tungumálum eru notaðar ólíkar beygingarmyndir fyrir [[sundurgreinandi fornöfn]] (persónufornöfn sem standa ein og sér) eins og ''moi'' í frönsku í setningunni ''Les autres s'en vont, mais moi, je reste.''
 
==Tilvísanir==