„Laugavegur 22“: Munur á milli breytinga

23 bæti fjarlægð ,  fyrir 11 mánuðum
m
Tók aftur breytingar Botnleðja (spjall), breytt til síðustu útgáfu 89.160.233.104
Merki: Breyting tekin til baka Sýnileg breyting
m (Tók aftur breytingar Botnleðja (spjall), breytt til síðustu útgáfu 89.160.233.104)
Merki: Afturköllun
 
===22===
Simbi (Sigurbjörn G. Þorkelsson) opnaði ''Veitingahúsið 22'' opnaði á árinu 1988, og voru þá bæði rýmin í húsnæðinu sameinuð á ný í einn stað. Að deginum varð 22, eins og staðurinn var almennt kallaður, vinsælt kaffihús ungskálda og bóhema. Efri hæðin varð vinsæll skemmtistaður homma- og lesbíusamfélagsins, þau samskipti gengu þó misjafnlega og var samkynhneigðum um tíma stuggað burt af staðnum. Höfðu yfirvöld sett ýmsar íþyngjandi kröfur um rekstursins sem talin voru spretta af því að um skemmtistað hinseginfólks væri að ræða.<ref>{{vefheimild|url= https://www.ruv.is/frett/talin-ikveikjuhaetta-af-olvudu-hinsegin-folki|titill= "Talin íkveikjuhætta af ölvuðu hinsegin fólki", RÚV 14. sept. 2019}}</ref>
 
Árið 2002 var ráðist í breytingar á húsnæðinu og nýju dansgólfi bætt við á þriðju hæð hússins. Með tímanum fjaraði þó undan rekstrinum. Skemmtistöðum sem gerðu út á hinseginfólk fór fjölgandi, sem leiddi af sér harðnandi samkeppni. Árið 2006 var skipt um rekstraraðila sem gáfu staðnum nýtt heiti, ''Barinn'', með þeim orðum að nauðsynlegt hafi verið að "taka þetta nafn og grafa það".<ref>{{vefheimild|url= https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1083125/|titill= "22 breytist í Barinn", Morgunblaðið 19. maí. 2006}}</ref>