„Pedro Castillo“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
David C. S. (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Bjarga 1 heimildum og merki 0 sem dauðar.) #IABot (v2.0.8
Lína 38:
Í forsetakosningunum lofaði Castillo að gera róttækar breytingar á stjórnarskrá Perú, gerbreyta auðlindakerfi landsins og stofna sérstakt vísindaráðuneyti.<ref>{{Vefheimild|titill=Mjótt á munum í Perú|url=https://www.visir.is/g/20212119305d|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|ár=2021|mánuður=7. júní|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=22. júlí|höfundur=Árni Sæberg}}</ref> Hann hafði um skeið komið einræðisstjórn [[Nicolás Maduro|Nicolásar Maduro]] í [[Venesúela]] til varnar en dró síðar í land með þau ummæli og sagði að „enginn [[Hugo Chávez|chavismi]]“ væri í hreyfingu hans. Flokksmenn Castillo höfðu jafnframt verið sakaðir um tengsl við kommúníska skæruliðahópinn [[Skínandi stígur|Skínandi stig]] auk þess sem bent var á [[Marx-lenínismi|marx-lenínísk]] áhrif í stefnuskrá flokksins.<ref name=fréttablaðið>{{Vefheimild|titill=Hnífjöfn kosning milli umdeildra frambjóðenda í Perú|url=https://www.frettabladid.is/frettir/peru-hnifjofn-kosning-milli-umdeildra-frambjodenda/|útgefandi=''[[Fréttablaðið]]''|ár=2021|mánuður=8. júní|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=22. júlí|höfundur=Þorgrímur Kári Snævarr}}</ref> Castillo hefur þó lýst því yfir að hann hyggist ekki leiða [[Kommúnismi|kommúníska]] ríkisstjórn og að róttækari flokksfélagar hans muni ekki hafa nein úrslitaáhrif á ákvarðanatöku í stjórninni.<ref name=":14">{{Cite web|date=22 April 2021|title=Pedro Castillo arremete contra Nicolás Maduro: 'que primero arregle sus problemas internos y que se lleve a sus compatriotas que vinieron a delinquir'|url=https://www.expreso.com.pe/elecciones-2021/pedro-castillo-arremete-contra-nicolas-maduro-si-hay-algo-que-tiene-que-decir-que-primero-arregle-sus-problemas-internos-y-que-se-lleve-a-sus-compatriotas-que-vinieron-a-delinquir/|access-date=23 April 2021|website=Diario Expreso}}</ref>
 
Í upphafi kosningabaráttunnar var Castillo ekki spáð góðu gengi en hann lenti óvænt í fyrsta sæti í fyrri umferð forsetakosninganna með 18,92 prósent atkvæðanna, meðal annars þar sem pólitíska landslagið var margklofið og kosið var á milli átján frambjóðenda.<ref name=fréttablaðið/> Í seinni kosningaumferðinni keppti Castillo við [[Keiko Fujimori]], frambjóðanda hægrisinnaða [[Alþýðuvaldið|Alþýðuvaldsins]] og dóttur fyrrum einræðisherrans [[Alberto Fujimori]]. Castillo vann nauman sigur í seinni umferð kosninganna með 50,126 prósent atkvæðanna gegn 49,874 prósentum sem Fujimori hlaut.<ref name=":24">{{Cite web|last=OFICINA NACIONAL DE PROCESOS ELECTORALES|first=Hacemos que tu voto cuente|title=PRESENTACIÓN DE RESULTADOS, (''SEGUNDA ELECCIÓN PRESIDENCIAL 2021'')|url=https://www.resultadossep.eleccionesgenerales2021.pe/SEP2021/EleccionesPresidenciales/RePres/T|url-status=live|website=onpe.gob.pe|access-date=2021-07-23|archive-date=2021-06-08|archive-url=https://web.archive.org/web/20210608015227/https://www.resultadossep.eleccionesgenerales2021.pe/SEP2021/EleccionesPresidenciales/RePres/T|dead-url=yes}}</ref> Í kosningunum naut Castillo yfirgnæfandi fylgis á fátæku dreifbýli landsins en Fujimori meira fylgis meðal Perúmanna erlendis.<ref>{{Vefheimild|titill=Castillo lýsir sig forseta en Fujimori ýjar að svindli|url=https://www.ruv.is/frett/2021/06/10/castillo-lysir-sig-forseta-en-fujimori-yjar-ad-svindli|útgefandi=[[RÚV]]|ár=2021|mánuður=10. júlí|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=22. júlí|höfundur=Róbert Jóhannsson}}</ref> Fujimori neitaði lengi að viðurkenna ósigur og hélt því fram að svindlað hefði verið í kosningunum<ref>{{Vefheimild|titill=Ca­still­o lýsir yfir sigri en Fujimori vill ó­gilda fjölda at­kvæða|url=https://www.visir.is/g/20212120536d/ca-still-o-lysir-yfir-sigri-en-fujimori-vill-o-gilda-fjolda-at-kvaeda|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|ár=2021|mánuður=10. júní|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=22. júlí|höfundur=Ævar Örn Jósepsson}}</ref> en erlendir eftirlitsaðilar töldu að kosningarnar hefðu farið sómasamlega fram og fundu ekki ummerki um svindl.<ref>{{Vefheimild|titill=„Jákvæðar og vel heppnaðar kosningar“ í Perú|url=https://www.ruv.is/frett/2021/06/12/jakvaedar-og-vel-heppnadar-kosningar-i-peru|útgefandi=[[RÚV]]|ár=2021|mánuður=12. júní|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=22. júlí|höfundur=Ævar Örn Jósepsson}}</ref>
 
Castillo var lýstur sigurvegari kosninganna af kjörstjórn landsins þann 20. júlí 2021, sex vikum eftir að seinni umferðin fór fram.<ref>{{Vefheimild|titill=Castillo lýstur forseti Perú|url=https://www.ruv.is/frett/2021/07/20/castillo-lystur-forseti-peru|útgefandi=[[RÚV]]|ár=2021|mánuður=20. júlí|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=22. júlí|höfundur=Róbert Jóhannsson}}</ref>