„Víetnam“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m sorry Berserkur :)
Lína 99:
Stjórn Diệms var höll undir kaþólska trú og óánægja búddista með hana leiddi til mótmælaöldu árið 1963 sem barin var niður af mikilli hörku. Þetta varð til þess að samband stjórnarinnar við Bandaríkin rofnaði og nýs valdaráns þar sem [[Ngo Dinh Diem]] var myrtur. Eftir það tók hver herforingjastjórnin við af annarri þar til herforingjarnir [[Nguyễn Cao Kỳ]] og [[Nguyễn Văn Thiệu]] tóku völdin í sínar hendur um mitt ár 1965. Thiệu sölsaði síðan völdin undir sig með kosningasvindli 1967 og 1971. Á þessum tíma óx kommúnistum ásmegin og Bandaríkin hófu að senda hernaðarráðgjafa til Suður-Víetnam. [[Tonkinflóaatvikið]] 2. ágúst 1964 var átylla sem Bandaríkin notuðu fyrir beinum afskiptum. Bandarískir hermenn hófu hernaðaraðgerðir í Víetnam árið 1965 og urðu um 500.000 talsins þegar mest var nokkrum árum síðar. Á sama tíma sáu Alþýðulýðveldið Kína og Sovétríkin Norður-Víetnam fyrir hergögnum og 15.000 ráðgjöfum. Birgðum var komið frá Norður-Víetnam til Việt Cộng í Suður-Víetnam eftir [[Hồ Chí Minh-slóðin]]ni sem lá um Laos.
 
Árið 1968 hófu kommúnistar [[Tết-sóknin]]a gegn skotmörkum í Suður-Víetnam. Sóknin mistókst en olli því að almenningsálitið í Bandaríkjunum snerist gegn stríðinu. [[Fjöldamorðin í Huế]], þar sem talið er að yfir 3000 almennir borgarar hafi verið myrtir af Việt Cộng, auk fjöldamorða sem bandarískir hermenn og hermenn stjórnar Suður-Víetnams frömdu, og ljósmyndir birtust af í vestrænum blöðum, urðu til þess að [[andstaða við Víetnamstríðið í Bandaríkjunum]] jókst hratt. Rannsóknarnefnd [[Bandaríska öldungadeildin|bandarísku öldungadeildarinnar]] komst að því 1974 að 1,4 milljónir almennra borgara hefðu týnt lífinu frá 1965 til 1974, ogþar af yfir helmingur vegna aðgerða Bandaríkjahers og stjórnvalda í Suður-Víetnam. Bandaríkin hófu því að draga herlið sitt frá Víetnam snemma á 8. áratugnum. Tilraunir til að styrkja stöðu stjórnvalda í Suður-Víetnam mistókust og með [[Friðarsamningarnir í París|friðarsamningum í París]] var Bandaríkjunum gert að hverfa með allt herlið sitt frá Víetnam fyrir 29. mars 1973. Í desember 1974 hóf Norður-Víetnam sókn suður á bóginn sem lyktaði með [[fall Saígon|falli Saígon]] 30. apríl 1975. Suður-Víetnam var undir starfsstjórn í nærri átta ár eftir hernám Norður-Víetnams.
 
===Sameining og umbætur===