„Britney Spears“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 46:
 
==Sjálfræðisdeila Spears==
Britney Spears var vistuð á geðdeild árið 2007 vegna geðrænna vandamála. Hún var svipt [[forræði]] yfir tveimur börnum sínum ári síðar og var jafnframt svipt [[sjálfræði]] sínu. Faðir hennar, Jamie Spears, var skipaður [[Lögræði|lögráðamaður]] hennar tímabundið en árið 2019 fór Britney Spears fram á að hann gegndi því hlutverki ekki lengur. Eftir að Spears höfðaði mál gegn föður sínum var sjálfstæðum sjóði, Bessemer Trust, fólgin stjórn yfir fjármálum hennar ásamt Jamie Spears í febrúar 2021.<ref>{{Vefheimild|titill=Lítill sigur fyrir Britney|url=https://www.frettabladid.is/lifid/litill-sigur-fyrir-britney/|útgefandi=''[[Fréttablaðið]]''|höfundur=Ingunn Lára Kristjánsdóttir|ár=2021|mánuður=18. febrúar|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=21. júlí}}</ref>

Í júní sama ár bar Britney föður sinn þungum sökum fyrir dómstóli í Los Angeles og sagði hann meðal annars hafa notfært sér hana fjárhagslega og bannað henni að gifta sig eða eignast börn með því að neyða hana til að hafa [[Getnaðarvarnarlykkja|lykkju]] í legi sínu.<ref>{{Vefheimild|titill=Britney Spears rýfur þögnina: „Ég er ekki hamingjusöm“|url=https://www.ruv.is/frett/2021/06/23/britney-spears-ryfur-thognina-eg-er-ekki-hamingjusom|útgefandi=[[RÚV]]|höfundur=Ólöf Ragnarsdóttir|ár=2021|mánuður=23. júní|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=21. júlí}}</ref> Vitnisburður hennar vakti mikla athygli og leiddi meðal annars til þess að Bessemer Trust óskaði þess að losna undan skuldbindingum sínum við Spears og að lögfræðingur hennar sagði sig frá máli hennar.<ref>{{Vefheimild|titill=Fær að ráða eigin lögfræðing og vill kæra föður sinn|url=https://www.ruv.is/frett/2021/07/14/faer-ad-rada-eigin-logfraeding-og-vill-kaera-fodur-sinn|útgefandi=[[RÚV]]|höfundur=Tinna Eiríksdóttir|ár=2021|mánuður=14. júlí|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=21. júlí}}</ref> Þann 30. júní hafnaði dómstóllinn kröfu Spears um að losna undan forræði föður síns.<ref>{{Vefheimild|titill=Britney tapar|url=https://www.ruv.is/frett/2021/07/01/britney-tapar|útgefandi=[[RÚV]]|höfundur=Arnar Björnsson|ár=2021|mánuður=30. júní|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=21. júlí}}</ref>
 
== Þekkt lög með Spears ==