„Deng Xiaoping“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Merki: Breyting tekin til baka Farsímabreyting Breyting frá farsímavef
m Tók aftur breytingar 60.53.161.255 (spjall), breytt til síðustu útgáfu TKSnaevarr
Merki: Afturköllun
Lína 207:
Og alþjóðaviðskiptin létu ekki á sér standa. Síðla árs 1978 tilkynnti bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing um sölu á nokkrum farþegaþotum til Alþýðulýðveldisins og gosdrykkjarframleiðandinn [[Coca-Cola]] tilkynnti um fyrirhugaða verksmiðju fyrirtækisins í Sjanghæ-borg.
 
[[Mynd:Deng Thatcher 2.JPG|thumb|left|240px|Frægur fundur þeirra Deng Xiaoping og Margrétar Thatcher forsætisráðherra Bretlands um framtíð Hong Kong 24 September 1984, hefur verið endurgerður í vaxi í gestamóttöku Diwang Dasha, í Shenzhen borg í Guangdong héraði.]]
Annað afrek var samningur sem undirritaður af Bretlandi og Kína 1984 þar sem [[Hong Kong]] yrði afhent Alþýðulýðveldinu árið 1997. Gegn lokum 99 ára sögu Breta í Hong Kong samþykkti Deng að raska ekki markaðskerfi svæðisins næstu 50 árin. Samsvarandi samningur var undirritaður við Portúgal vegna [[Makaó]]. Deng kynnti þar hugtakið „eitt land, tvö kerfi“,<ref name="Li 2008"/> sem Alþýðulýðveldið hefur bent á sem mögulega leið fyrir sameiningu Taiwan við meginlandið á komandi árum.
 
Lína 212 ⟶ 213:
 
Á flokksþingi Kommúnistaflokksins í október 1987 var Deng Xiaoping endurkjörinn formaður Hernefndar framkvæmdastjórnarinnar, en hann sagði af sér sem formaður ráðgjafarráðsins og við tók [[Chen Yun]]. Hann hélt áfram að þróað umbætur sem meginstef. Hann setti fram þriggja þrepa stefnu fyrir efnahagslega framþróun Kína innan 70 ára: Fyrsta skrefið var að tvöfalda þjóðarframleiðslu 1980 og tryggja að fólk hafi í sig og á — því var náð í lok níunda áratugarins, í öðru lagi skyldi ferfalda þjóðarframleiðsluna 1980, fyrir lok 20. aldar — því var náð árið 1995 á undan áætlun. Í þriðja lagi þyrfti að auka þjóðarframleiðslu á mann sem nemur miðlungs -þróuðum ríkjum fyrir árið 2050 — þá verði Kínverjar nokkuð vel stæðir og nútímavæðing hefur í grundvallaratriðum orðið að veruleika. Þannig getur Kína orðið fyrirmynd annarra vanþróaðri ríkja sem telja til ¾ mannkyns.<ref name="Li 2008"/>
[[Mynd:Carter DengXiaoping.jpg|thumb|200px|Deng Xiaoping, ásamt forseta Bandaríkjanna Jimmy Carter, í Washington 31. janúar 1979, í tilefni þess að dóplómatísku sambandi var komið á milli ríkjanna.]]
 
== Efnahagsumbætur ==
Bætt samskipti við umheiminn var önnur af tveimur mikilvægum áherslubreytingum sem komu fram í umbótaráætlun Deng sem bar heitið „Umbætur og opnun“. Innlend félagsleg, pólitísk og ekki síst, efnahagsleg kerfi breyttust verulega á leiðtogatíma Deng. Markmið nútímavæðingar Deng náðu til landbúnaðar, iðnaðar, vísinda og þróunar, og hersins.