„Albert 1. Belgíukonungur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Bjarga 1 heimildum og merki 0 sem dauðar.) #IABot (v2.0.8
Lína 60:
Í byrjun fyrri heimsstyrjaldarinnar varð ímynd konungsins samofin þjóðarímynd Belgíu og fór að bera á leiðtogadýrkun á Albert konungi. Í þýska hernáminu fóru Belgar að nýta sér gullpeninga með andliti Alberts sem skartgripi. Eftir að stríðinu lauk voru postulínsgripir, frímerki og jafnvel kexkassar framleiddir með myndum af Albert konungi í fullum herskrúða.<ref>Marie-Rose Thielemans, bls. 175-176.</ref> Albert hjálpaði til við uppbyggingu ímyndar sinnar með því að sitja fyrir hjá listamönnum, en þó kærði hann sig ekki um viðurnefnið riddarakonungurinn. Hann var rómaður fyrir hæversku<ref>Marie-Rose Thielemans, bls. 184.</ref>, auk þess sem hann var afleitur reiðmaður.<ref>Patrick Roegiers, ''La Spectaculaire Histoire des rois des Belges'', Perrin, Paris, 2007, bls. 178.</ref>
 
Samkvæmt Laurence Van Ypersele varð hetjugoðsögnin um Albert konung til í Belgíu á fyrstu dögum ágústmánuðar árið 1914. Blaðamenn og rithöfundar gerðu Albert að eins konar þjóðgerving Belgíu og verndara réttsýninnar. Bretar og Frakkar hafi síðan tekið þessa glansmynd af konungnum upp á arma sína í eigin áróðri gegn Þjóðverjum.<ref>Laurence Van Ypersele, bls. 181-182.</ref> Marie-Rose Thielemans heldur því hins vegar fram að hetjuímynd konungsins hafi orðið til í Bretlandi, þar sem reynt hafi verið að vekja eldmóð áhugalausra íbúanna fyrir stríðinu með því að leggja áherslu á Belgíu sem saklaust smáríki sem hefði orðið fyrir árás illkvittinna Þjóðverja.<ref name="mr.t.178">Marie-Rose Thielemans, bls. 178.</ref> Dagblaðið ''Daily Telegraph'' hafi í þessu skyni safnað saman ýmsum greinum um Albert konung í bók sem kom út í lok 1914 og bar titilinn ''King Albert's Book''.<ref>Rainey, Sarah, [http://www.telegraph.co.uk/history/world-war-one/11295047/Britains-homage-to-plucky-Belgium.html Britain's homage to 'plucky Belgium'] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20170824151844/http://www.telegraph.co.uk/history/world-war-one/11295047/Britains-homage-to-plucky-Belgium.html |date=2017-08-24 }} (2014), ''The Telegraph'', skoðað 24. október 2017.</ref>
 
Ótímabær dauði Alberts árið 1934 blés nýju lífi í goðsögnina löngu eftir lok styrjaldarinnar. Fjöldi gatna og torga voru nefnd í höfuðið á honum og fjölmargar styttur voru reistar, yfirleitt af konungnum með hjálm og á baki hests síns.<ref name="mr.t.181">Marie-Rose Thielemans, bls. 181.</ref>