„Ódóvakar“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 3:
 
==Ævi==
Lítið er vitað um ÓdóvakarÓdóvakars áður en hann kom til Ítalíu í kringum árið 470, en talið er að hann hafi verið af aust-germönskum ættum. Um tíma leiddi hann sameiginlegan her [[Herúlar|Herúla]], [[Rúgar|Rúga]] og [[Skírar|Skíra]], sem gerðu uppreisn innan vestrómverska hersins, en vestrómverski herinn samanstóð á þessum tíma að mestu leitileyti af germönskum herdeildum. Af þessum sökum er vanalega talið að Ódóvakar hafi verið ættaður frá einum af þessum þremur þjóðflokkum. Talið er að Ódóvakar hafi stutt germanska herforingjann [[Ricimer]] þegar sá síðarnefndi deildi við keisarann [[Anþemíus]] um völdin, sem endaði með því að Anþemíus var tekinn af lífi. Eftir dauða Ricimers árið 472 varð Ódóvakar einn valdamesti heforinginn í hópi germanskra bandamanna (''foederati'') Vestrómverska ríkisins.
 
Á þessum tíma náði beint vald vestrómverska keisarans einungis yfir Ítalíu auk svæða norðan Alpafjalla og í Dalmatíu á [[Balkanskagi|Balkanskaga]]. Árið 475 tók æðsti yfirmaður vestrómverska hersins, Órestes, völdin af keisaranum [[Júlíus Nepos|Júlíusi Nepos]], sem flúði til Dalmatíu þar sem hann hélt völdum til ársins 480. Órestes skipaði í hans stað son sinn, táninginn [[Rómúlus Ágústus]], keisara Vestrómverska ríkisins. [[Austrómverska keisaradæmið|Austrómverski]] keisarinn viðurkenndi þó ekki vald Rómúlúsar Ágústusar og hélt áfram að líta á Júlíus Nepos sem réttmætan keisara.
Lína 9:
Árið 476 leiddi Ódóvakar uppreisn germanskra herdeilda gegn Órestesi og Rómúlusi Ágústusi, að talið er vegna þess að Órestes neitaði að úthluta landareignum til germanskra hermanna. Uppreisnin leiddi til þess að Órestes var tekinn af lífi í ágúst 476 og í kjölfarið lýstu hermenn Ódóvakars hann konung Ítalíu (''rex Italiae''). Ódóvakar leiddi þá her sinn til [[Ravenna]], sem þá var aðsetur vestrómverska keisarans, og þann 4. september rak hann Rómúlus Ágústus í útlegð og tók sjálfur völdin í ríkinu. Þessi atburður hefur með tímanum orðið einn þekktasti atburður fornaldar þar sem vaninn er að miða við hann sem endalok [[Rómaveldi]]s og að sama skapi endalok fornaldar og upphaf miðalda. Þó er þessi skilgreining umdeild þar sem Austrómverska keisaradæmið stóð enn styrkum fótum, auk þess sem enn voru leifar Vestrómverska ríkisins í Dalmatíu og í norður-Gallíu.
 
Ódóvakar sóttist ekki eftir keisaratitli en óskaði þó eftir viðurkenningu austrómverska keisarans Zenons á valdi sínu. Zenon veitti Ódóvakar titilinn ''patricius'' (aðalsmaður) en hélt áfram að viðurkenna Júlíus Nepos sem vestrómverskan keisara. Stuttu eftir valdatöku Ódóvakars gáfu [[Vandalar]] eftir vald sitt á [[Sikiley]] og afhenduafhentu Ódóvakar. Árið 480 var Júlíus Nepos myrtur í Dalmatíu og tók Ódóvakar völdin á svæðinu. Í kjölfarið lagði Zenon niður embætti verstrómversks keisara. Rómverska öldungaráðið hélt áfram að funda í [[Róm]], þrátt fyrir endalok heimsveldisins, og virðast samskipti Ódóvakars við stofnunina hafa verið að mestu góð. Einnig hélt Ódóvakar uppi vinsamlegum samskiptum við kaþólska páfann í Róm þó hann hafi sjálfur aðhyllst [[aríanisma]].
 
Austgotneski konungurinn [[Þjóðrekur mikli]] leiddi her sinn til innrásar í ríki Ódóvakars árið 489. Keisarinn Zenon hafði egnt Þjóðrek til herfararinnar og lofað honum ríki á Ítalíu myndi hann steypa Ódóvakar af stóli. Þjóðrekur sigraði Ódóvakar í nokkrum orrustum og hóf að lokum umsátur um Ravenna, þar sem Ódóvakar hafði búist til varnar. Eftir langt umsátur sömdu Þjóðrekur og Ódóvakar um sameiginlega stjórn á Ítalíu og í kjölfarið, í mars árið 493, hleypti Ódóvakar Þjóðreki inn í borgina. Mennirnir tveir hittust svo í veislu til að fagna samkomulaginu en þegar veislan stóð sem hæst dró Þjóðrekur sverð sitt úr slíðri og veitti Ódóvakar banahögg.